Heimilissýningin, Heimilið '77
Mikið var um að vera í Laugardalshöllinni þann 26. ágúst 1977 við opnun einnar glæsilegustu heimilissýningu fyrr og síðar, Heimilið ́77. Var það í þriðja skiptið sem slík sýning var haldin hérlendis og kynntu vel yfir 100 aðilar og fyrirtæki framleiðslu sína. Mátti augum líta allt frá gluggatjöldum til bifreiða, sýningarstúlkur sýndu fatnað og gátu gestir átt von á happdrættisvinningi með hverjum keyptum aðgöngumiða. Spenna var í lofti vegna þess, enda heil 12 litsjónvarpstæki meðal verðlauna svo og fjölskylduferð til Flórída. Aðsókn var með eindæmum góð og voru forsetahjónin, Kristján og Halldóra Eldjárn, meðal þeirra sem heiðruðu opnunargesti með nærveru sinni.