Ræðuhöld frá landbúnaðarsýningu
Ræðuhöld frá landbúnaðarsýningunni í Reykjavík í maí 1947. Í púltinu stendur sennilega Bjarni Ásgeirsson sem var landbúnaðarráðherra á þeim tíma. Á hann hlýða Sveinn Björnsson, forseti Íslands, og Georgia Björnsson forsetafrú. Í Fálkanum 4. júlí það sama ár var landbúnaðarsýningin sögð „glæsilegasta sýning sem hér hefur verið haldin“. Þar sagði jafnframt að aðalsýningarskálinn hafi verið stórt flugskýli þar sem komið var fyrir ýmsum fróðleik um þróun íslensks landbúnaðar. Ýmis fyrirtæki sem framleiddu eða höndluðu með landbúnaðarvörur voru með bása.