Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Heyflutningar
Gamalt og gott 12. desember 2023

Heyflutningar

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Í mars það herrans ár 1966 stóðu pallbílar, fullfermdir af heyi við Bændahöllina og biðu þess að koma heyinu í skip í Reykjavík sem sigldu til Austurlands. Höfðu heyflutningar staðið yfir veturinn 1965-1966, en segir í tölublaði Freys í desember árið 1969 að „Síðla vetrar, árið 1965, voru svellalög víða um land, einkum þó um austanvert landið. Til viðbótar ríkti svo mikill loftkuldi, sérstaklega um Austurland, allt fram um sólstöður. Var á vordögum ljóst, að dauðkalin jörð og sprettuleysi, allt frá Þistilfirði suður i Hornafjörð, og nokkuð utan þeirra marka, mundi valda stórfelldum hnekki á búskap bænda ef ekkert yrði að gjört.“ Vegna þessa tók Stéttarsamband bænda þá ákvörðun, að vegna þess hve naumur sauðgróður þar eystra var, skyldi flytja hey af nægtum Sunnlendinga austur, frekar en að kaupa erlenda fóðurvöru. Samanlagt voru um 3.800 lestir heys fluttar með bæði skipum og bílum, en bendir niðurlag greinarinnar í Frey til þess að ekki hafi verið um ákjósanlega vinnslu verks að ræða: „Eitt skal fullyrt, að flutningar á heyi með bílum og skipum á svipaðan hátt og gerðist veturinn 1965-66, verður aldrei endurtekinn. Aðrar og hagkvæmari aðferðir til þess að fullnægja fóðurþörf hljóta að verða nærtækari ef álíka atburðir herja búskap bænda öðru sinni.“

Verðlaunagripir á kúasýningu
Gamalt og gott 5. apríl 2024

Verðlaunagripir á kúasýningu

Þann 31. ágúst 2002 var haldin kúasýningin Kýr 2002 í Ölfushöllinni. Þan...

Páskaeggjaframleiðslan á fullu
Gamalt og gott 28. mars 2024

Páskaeggjaframleiðslan á fullu

Árið 1979 voru framleidd tæplega fjögur hundruð þúsund páskaegg hérlendis, Íslen...

Mjólkurpóstur á Laugavegi
Gamalt og gott 22. janúar 2024

Mjólkurpóstur á Laugavegi

Mjólkurpóstur á Laugavegi í Reykjavík er myndin titluð og er frá árinu 1949. Þjó...

Heyflutningar
Gamalt og gott 12. desember 2023

Heyflutningar

Í mars það herrans ár 1966 stóðu pallbílar, fullfermdir af heyi við Bændahöllina...

Ullarflíkur frá Álafossi
Gamalt og gott 28. nóvember 2023

Ullarflíkur frá Álafossi

Hér sjást ullarflíkur frá Álafossi. Mynd tekin fyrir búnaðarblaðið Frey árið 198...

Kornskurður á Búlandi
Gamalt og gott 15. nóvember 2023

Kornskurður á Búlandi

Kornskurður á Búlandi í Austur-Landeyjum haustið 1981. Mynd sem birtist í þriðja...

MR búðin, Mjólkufélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917
Gamalt og gott 31. október 2023

MR búðin, Mjólkufélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917

MR búðin, Mjólkurfélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917 og hefur selt í gegnum...

Helga á Engi í félagsskap „vina sinna“
Gamalt og gott 17. október 2023

Helga á Engi í félagsskap „vina sinna“

Mynd úr safni Bændasamtakanna. Með henni fylgir vélritaður miði sem á stendur: „...