Páskaeggjaframleiðslan á fullu
Árið 1979 voru framleidd tæplega fjögur hundruð þúsund páskaegg hérlendis, Íslendingar þá ríflega 220 þúsund manns – á meðan að framleiðsla Nóa Síríus, Freyju og Góu er í dag vel yfir milljón eggjum samtals, ætluðum nú tæpum 390 þúsundum íbúa. Framleiddi sælgætisgerðin Víkingur hvað mest, eða um 230.000 egg, á meðan sælgætisgerð Nóa Síríus var næst í röðinni með í kringum 130.000 egg. Þá kom Freyja með framleiðslu á um 20.000 eggjum en í dag er Víkingur kominn undir hatt sælgætisgerðarinnar Freyju, sem er elsta sælgætisgerð landsins, stofnsett árið 1918. Voru eggin frá 20 g–900 g en í dag mælist hið almenna egg 25–1380 g að þyngd. Áætlað er að súkkulaðiegg á páskum hafi allra fyrst fengist keypt í Björnsbakaríi árið 1920.