Verðlaunagripir á kúasýningu
Þann 31. ágúst 2002 var haldin kúasýningin Kýr 2002 í Ölfushöllinni. Þangað streymdu á annað þúsund gesta og var fjöldi gripa mættur til leiks. Keppt var í flokkunum: Kálfar, sýnendur 12 ára og eldri; kálfar, sýnendur yngri en 12 ára; fyrsta kálfs kvígur; holdagripir; og mjólkurkýr. Hér sést verðlaunaafhending í flokki mjólkurkúa. Lengst til hægri er Sigurlaug Leifsdóttir frá Nýjabæ undir Eyjafjöllum, ásamt kúnni Hettu sem lenti í fyrsta sæti. Í miðjunni er Bergur Ólafsson frá Hróarsholti í Villingaholtshreppi með kúna Fífu, sem hafnaði í öðru sæti. Til vinstri stendur Þórir Jónsson frá Selalæk á Rangárvöllum, með kúna Snotru, sem hreppti þriðja sætið. Úr stafrænu myndasafni Bændablaðsins. Ljósmyndari Áskell Þórisson.