Bryndís Þorsteinsdóttir og Rosemary Shaw, Íslandsmeistarar kvenna í tvímenningi árið 2024.
Bryndís Þorsteinsdóttir og Rosemary Shaw, Íslandsmeistarar kvenna í tvímenningi árið 2024.
Líf og starf 5. nóvember 2024

Bryndís og Rosemary

Höfundur: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

Kunnar briddskempur, Bryndís Þorsteinsdóttir og Rosemary Shaw, eru Íslandsmeistarar kvenna í tvímenningi árið 2024.

Þær stöllur skoruðu 56,7 prósent og voru meira en einu og hálfu prósenti hærri en konurnar sem lönduðu öðru sæti, þær Inda Hrönn Björnsdóttir og Anna Heiða Baldursdóttir. Í þriðja sæti urðu Þorgerður Jónsdóttir og Guðný Guðjónsdóttir.

Mótið fór fram í Síðumúlanum, húsnæði Bridgesambands Íslands, en alls tóku 13 pör þátt. Í spili 75, undir lok mótsins, sást að sumar valkyrjurnar slógu ekki af í sagnhörkunni eins og vera ber. Svo mikil var löngunin til að vinna slemmu í spilinu sem hér fer á eftir að þrjú pör melduðu sex hjörtu!

Þar sem tveir ásar eru úti og ekki eyða í nokkrum lit segir sig sjálft að sú sem spilar slemmu er dæmd til að gefa út töluna í dálk andstæðinganna, eða hvað?

Samt er málið ekki alveg einfalt.

Ef vörnin spilar til dæmis hlutlaus út trompi getur sagnhafi í suður kastað tveimur laufum í blindum niður í tígul, tekið trompsvíningu og unnið sitt spil.

Eitt par sem meldaði 6 hjörtu fór niður á henni eftir að vörnin hafði vit á að nýta ásana tvo í upphafi leiks. Sem getur verið mjög góð hugmynd þegar varist er gegn sumum slemmum! En ekki öllum slemmum. Stundum er óvarlegt að flagga ás í útspilni og sú er ein ástæða þess að brids er dularfullt og skemmtilegt spil. Ólíkar stöður, ólíkar sagnir og ólíkar hendur kalla á ólíkar aðgerðir – hverju sinni – en þó skyldi hver og ein aðgerð að nokkru leyti mótast af rökvísi hverju sinni. Í samræmi við mismunandi upplýsingar og oftar en ekki eru sagnirnar helsti lykillinn að vel heppnuðu útspili.

Skylt efni: bridds

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...