Hvatastyrkir vegna riðuarfgerðargreininga 2025
Á faglegum nótum 20. mars 2025

Hvatastyrkir vegna riðuarfgerðargreininga 2025

Höfundur: Eyþór Einarsson, ráðunautur á búfjárræktarsviði.

Loks er frágenginn samningur milli matvælaráðuneytisins og RML um tilhögun hvatastyrkja vegna riðuarfgerðagreininga.

Eyþór Einarsson

Fyrirkomulagið er með mjög keimlíkum hætti og á síðasta ári. Helstu breytingar eru þær að nú er settur fyrirvari um hámarksfjölda g r e i n i n g a s e m f á s t niðurgreiddar á hverju búi. Þá verða ekki niðurgreiddar greiningar á sýnum úr gimbrum sem eiga foreldra sem eru arfhreinir V/V, V/MV eða MV/MV (V = ARR = dökkgrænt flagg, MV =T137, C151,H154 = ljósgrænt flagg). Þær munu sjálfkrafa fá merkingu í Fjárvís (grænröndótt flagg) sem gefur til kynna að þær beri V eða MV arfgerð.

Hrútlömb:
  • Hrútlömb sem bera V eða MV arfgerð eða eru afkvæmi foreldra sem bera V eða MV arfgerð geta hlotið niðurgreiðslu. Ekki skiptir máli hvort foreldrar séu arfhreinir eða arfblendnir.
  • Hámarksfjöldi niðurgreiddra sýna úr hrútlömbum er 3,5x fjöldi ásettra hrútlamba haustið 2025 á viðkomandi búi samkvæmt Fjárvís. Á riðubúum og áhættubúum er hámarkið 4x fjöldi ásettra hrúta.
Gimbralömb:
  • Gimbrar sem bera V eða MV arfgerð eða eru afkvæmi foreldra sem bera V/N eða MV/N (N stendur hér fyrir næma arfgerð og getur því verið N138, ARQ eða VRQ) geta hlotið niðurgreiðslu. Ekki eru niðurgreiddar greiningar á gimbrum undan foreldrum sem eru arfhreinir fyrir V eða MV, eða arfblendin V/MV, þar sem þær gimbrar munu fá sérstaka merkingu í Fjárvís (grænröndótt flagg).
  • Hámarksfjöldi niðurgreiddra sýna úr gimbrum er 2x fjöldi ásettra gimbra haustið 2025 á viðkomandi búi samkvæmt Fjárvís.

Hvatagreiðslur vegna ásettra hrúta og viðmið um hámarksfjölda miðast við skráð gögn í Fjárvís 13. desember 2025.

Styrkir á hvert sýni úr gripum sem eru afkvæmi V gripa (ARR) verða 1.300 kr og á afkvæmi MV gripa 650 kr. 

Þá verða greiningar á öllum ásettum hrútum niðurgreiddar um 1.300 kr.

Fullt verð á greiningu er 1.300 kr. +vsk en hylkin þarf að kaupa sérstaklega og kostar hvert hylki 300 kr. +vsk.

Styrkupphæð er birt með fyrirvara um að heildarupphæðin sem er eyrnamerkt verkefninu dugi. Eins ef þátttaka verður minni en áætlanir gera ráð fyrir er gert ráð fyrir að hækka þök um hámarksfjölda niðurgreiddra sýna fyrir hvert bú.

Pöntun á sýnatökubúnaði

Áfram er sýnatökubúnaður seldur í vefverslun á heimasíðu RML og hylkin send bændum með pósti. Fram til 15. apríl verður þó hægt að óska eftir að sækja hylkin á starfsstöðvar RML og er þá send tilkynning í tölvupósti þegar pöntunin er tilbúin til afgreiðslu. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag DNA-greininga má nálgast á heimsíðu RML.

Tilboð á þokugensgreiningum

Í kjölfar þess að hrúturinn Fannar 23-925 frá Svínafelli greindist með þokugen hafa borist fyrirspurnir um þokugensgreiningar. Slíkar greiningar eru ekki í boði hjá Íslenskri erfðagreiningu. Matís býður nú upp á tilboð í samstarfi við RML sem gildir til 11. apríl.

Senda þarf hylki með vefjasýni eða stroksýni úr nefi á starfsstöðvar RML í Reykjavík eða Hvanneyri. Mikilvægt er að sýnið sé haft í sér poka og því fylgi blað þar sem fram kemur að óskað sé eftir þokugensgreiningu og tilgreint númer sýnis og grips. Bóndinn forskráir sýnið á viðkomandi grip í Fjárvís.is undir „forskráning á öðrum arfgerðargreiningum“.

Ef til er DNA-sýni úr viðkomandi grip hjá Matís eða Íslenskri erfðagreiningu er hægt að óska eftir viðbótargreiningu á því sýni. Þá skal senda tölvupóst merktan „þokugensgreining“ á netfangið dna@rml.is. Í póstinum komi fram sýnanúmer og gripanúmer og upplýsingar um greiðanda.

Þokugreiningin mun kosta 5.600 kr +vsk. óháð því hvort greiningin byggi á hylki, stroksýni eða viðbótargreiningu á DNA.

Skylt efni: arfgerðargreiningar

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...