Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Starfsmenn Skógræktarfélags Íslands sem önnuðust gagnavinnslu og gagnagerð á ensku, stolt með staðfestingarskjalið frá Bureau Veritas. Frá vinstri Þórveig Jóhannsdóttir skógfræðingur, Jón Ásgeir Jónsson skógfræðingur og Ragnhildur Freysteinsdóttir umhverfisfræðingur.
Starfsmenn Skógræktarfélags Íslands sem önnuðust gagnavinnslu og gagnagerð á ensku, stolt með staðfestingarskjalið frá Bureau Veritas. Frá vinstri Þórveig Jóhannsdóttir skógfræðingur, Jón Ásgeir Jónsson skógfræðingur og Ragnhildur Freysteinsdóttir umhverfisfræðingur.
Leiðari 4. júní 2024

Kolviður hlýtur alþjóðlega viðurkenningu

Höfundur: Reynir Kristinsson, stjórnarformaður Kolviðar.

Kolviður hefur unnið að því sl. tvö ár að skilgreina verkferla og verkefni samkvæmt kröfum alþjóðlega staðlsins ISO 14064-2 fyrir kolefnisbindingu, með það að markmiði að öðlast alþjóðlega viðurkenningu.

Til samstarfs valdi Kolviður Bureau Veritas sem er alþjóðleg óháð vottunarstofa með 1.400 skrifstofur og rannsóknarstofur í 140 löndum.

Bureau Veritas er opinber CDP vottunaraðili, GRI Gold Community Member, an AA1000AS Licensed Provider og UKAS accredited ISO 14064 Part 1 og Part 2 Verifier/Validator.

Bureau Veritas er einnig tilnefndur aðili undir Sameinuðu þjóðunum fyrir vottun á Clean Development Mechanisms (CDM/JI) og EU Emissions Trading Scheme (EU ETS) vottun. Staðallinn samanstendur af kröfum m.a. um skýra lýsingu verkefna, magngreiningu, gagnastýringu, vöktun og upplýsingaskyldu. Markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eða styrk þeirra í andrúmsloftinu.

Kolefnisbinding með skógrækt er ein skilvirkasta og umhverfisvænsta aðferð til kolefnisbindingar en tekur nokkurn tíma og því mikilvægt að henni sé stýrt samkvæmt vottuðu ferli. Í byrjun maí sl. staðfesti Bureau Veritas að verkferlar og skil- greining verkefna Kolviðar uppfylltu kröfur ISO 14064-2 staðalsins fyrir kolefnisbindingu.

Þetta er mikilvægur áfangi og héðan í frá verður öllum nýrri og eldri verkefnum Kolviðar stýrt samkvæmt vottuðu ferli. Keypt kolefnisbinding hjá Kolviði er skráð í sérstakan gagnagrunn sem og mæld raungerð kolefnisbinding. Geta kaupendur því fengið samanteknar upplýsingar um keypt magn og raungerða kolefnisbindingu í framtíðinni.

Kolviður er með um 270 þúsund tonn CO2e í bindingarferli fyrir um 190 aðila og nokkur þúsund einstaklinga með um 2 milljónir trjáa til bindingar á kolefni.

Kolviður gerir afnotasamninga um land við landeigendur til 55 ára og reiknar 50 ára vaxtartíma trjánna til bindingar. Kolviður er nú með 8 afnotasamninga um land allt, samtals um 1.300 ha.

Kolviður – sjóður var stofnaður 2006 og er starfsemin óhagnaðardrifin. Kolviður er í eigu Skóg- ræktarfélags Íslands og Landverndar og hefur það að markmiði að binda kolefni með skógrækt.

Kolviður hefur frá upphafi lagt áherslu á að nýta bestu þekkingu fagfólks sem er nú að skila sér í framangreindri viðurkenningu.

Öll verkefni Kolviðar frá upphafi hafa verið í loftslagsbókhaldi Íslands.

Kolviður þakkar öllum þeim sem treyst hafa Kolviði til að annast kolefnisbindingu fyrir sig og þeim landeigendum sem ljáð hafa land
undir skógræktina.

Gróðursetning á Geitasandi fyrir fimmtán árum síðan
Staða gróðursins í dag.

Skylt efni: Kolviður

Af íslenskum matjurtum
Leiðari 27. júní 2024

Af íslenskum matjurtum

Tíminn er núna til að taka forskot á sæluna og leita uppi brakandi ferskar íslen...

Veðuröfl
Leiðari 13. júní 2024

Veðuröfl

Margt hefur verið að frétta í íslensku samfélagi að undanförnu. Forsetakosningar...

Kolviður hlýtur alþjóðlega viðurkenningu
Leiðari 4. júní 2024

Kolviður hlýtur alþjóðlega viðurkenningu

Kolviður hefur unnið að því sl. tvö ár að skilgreina verkferla og verkefni samkv...

Stuðningskerfi framtíðar
Leiðari 30. maí 2024

Stuðningskerfi framtíðar

Núverandi búvörusamningar gilda til og með 31. desember 2026. Því ætti nýtt stuð...

Að fletta blaðinu
Leiðari 16. maí 2024

Að fletta blaðinu

Nýlega bárust okkur gleðifregnir um magnaða ljósmynd. Forsíðumynd Sigurðar Más H...

Sérmerktar svínavörur
Leiðari 24. apríl 2024

Sérmerktar svínavörur

Neytendur eru alltaf að verða meðvitaðri og ábyrgari við vöruval. Þó að verðmiði...

Orð eru til alls fyrst
Leiðari 12. apríl 2024

Orð eru til alls fyrst

Góður fjölmiðill dregur saman upplýsingar, kemur á framfæri ólíkum sjónarmiðum, ...

Pylsan og merkið
Leiðari 21. mars 2024

Pylsan og merkið

Upprunamerkið Íslenskt staðfest var mikið rætt á nýafstöðnu Búnaðarþingi. Við se...