Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Úr dagbók Níelsar Hallgrímssonar frá Grímsstöðum í Mýrasýslu.
Úr dagbók Níelsar Hallgrímssonar frá Grímsstöðum í Mýrasýslu.
Lesendarýni 25. janúar 2022

Að halda dagbók

Höfundur: Bjarni Guðmundsson

Hluti af verknámi við búnaðar­skólana var að halda dagbók. Í hana skyldi færa orð um það sem gert var á hverjum degi, auk veðurlýsingar. Lýsa skyldi helstu verkum, gjarnan með því að setja þau í búfræðilegt samhengi. Krafan um dagbókarfærslu var fyrst og fremst tengd verklegu námi. Þess vegna er færsla dagbókar t.d. hluti af verklega búnaðarnáminu á Hvanneyri enn í dag.

Dagbækur búfræðinema frá fyrri tíð hafa allnokkrar varðveist, bæði í fórum afkomenda þeirra og í skjalasöfnum. Ófáar þeirra hafa meðal annars borist aftur að Hvanneyri. Þær elstu eru frá fyrsta tug síðustu aldar. Margar bókanna eru hinar ágætustu heimildir um líf og starf í skólanum. Í fæstum tilvikum er þó fjallað um einkahagi skrifaranna, hvað þá hugsanir þeirra eða tilfinningar, enda ekki til þess ætlast.

Forsíða dagbókar Guðjóns F. Davíðssonar frá Álfadal á Ingjaldssandi.

Gaman er að lesa dagbækur skólafélaga og að sjá hvernig sama viðfangsefnið var séð mismunandi augum. Hver lýsir því eins og það kom honum fyrir sjónir: Einum verður það stóratburður sem annar getur um í framhjáhlaupi eða sleppir alveg. Sumar dagbókanna eru listilega vel skrifaðar. Það sama á við stílinn sem hjá sumum, þó ungum að árum, er skýr og þéttur.

Vitað er að krafan um færslu dagbókar í búnaðarnáminu varð til þess að ýmsir nemendur kusu að halda dagbókarskrifunum áfram að námi loknu. Þannig hafa jafnvel orðið til áratuga langar frásagnir einstaklinga af ævum þeirra, leikjum og störfum. Fæstar þeirra hafa komið fyrir almenningssjónir, enda ekki hugsun skrifaranna að svo yrði. Í gömlum dagbókum liggur víða mikil saga. Á síðari árum hefur kviknað áhugi á að rannsaka þennan þátt íslenskrar menningar. Má þar nefna merkilegt fræðastarf Sigurðar Gylfa Magnússonar prófessors, frumkvöðuls í rannsóknum á sviði einsögu, sem svo er nefnd, en í þeim rannsóknum eru dagbækur einstaklinga, gjarnan alþýðufólks, mikilvægt hráefni.

Með pistli þessum vildi ég vekja athygli á tilvist og gildi dagbókarskrifa búfræðinema fyrri tíðar og hvetja þá, sem slík gögn hafa undir höndum, að sjá til þess að þau komist í verðuga varðveislu – á skjalasafni byggðarlagsins/landsins eða í skjalasafni Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri.


Bjarni Guðmundsson

Skylt efni: dagbækur | búfræðsla

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...