Sérstæða kennslubókin
Bókakostur til búnaðarkennslu á hundrað og fjörutíu ára skeiði hennar hérlendis hefur verið margvíslegur. Í fyrstu fáeinar bækur á dönsku eða öðrum Norðurlandamálum, en mest af efni þó handskrifað eftir framsögu kennara. Síðan rann upp tími fjölritaranna, „hektografs“, spritt- og þá stensilfjölrita af vaxandi gæðum.