Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
„Þar sem bláskelin umbreytir næringarefnum eins og fosfór og köfnunarefni í prótein getur hún komið sterk inn á markaðinn sem fóðurhráefni bæði fyrir menn og dýr,“ segir Guðni m.a. í grein sinni.
„Þar sem bláskelin umbreytir næringarefnum eins og fosfór og köfnunarefni í prótein getur hún komið sterk inn á markaðinn sem fóðurhráefni bæði fyrir menn og dýr,“ segir Guðni m.a. í grein sinni.
Mynd / Aðsend
Lesendarýni 31. janúar 2025

Bláskelin er bjargvættur

Höfundur: Guðni Þ. Ölversson, fyrrverandi kennari.

Ein allra stærsta áskorun samtímans er hvernig hægt verður að mæta vaxandi þörf fyrir matvælaframleiðslu. Samhliða verður að finna leiðir til að koma í veg fyrir eyðileggingu vistkerfa.

Aðaláherslan verður lögð á niðurskurð í losun á gróðurhúsalofttegundum. Þar kemur bláskelin til sögunnar sem öflugt vopn í baráttunni fyrir frískari og „grænni“ ræktun en áður hefur þekkst.

Þar sem bláskelin umbreytir næringarefnum eins og fosfór og köfnunarefni í prótein getur hún komið sterk inn á markaðinn sem fóðurhráefni bæði fyrir menn og dýr. Auk þess er hún góður liðsmaður þeirra sem berjast fyrir að draga úr mengun sjávarins.

Samkvæmt frétt í „NRK Östlandet“, telja norsku náttúruverndarsamtökin, BELLONA, að lausnin á nýframleiðslu matvæla, dýrafóðri og kolefnisgeymslu liggi í hafinu. Gæta verður þess að framleiðslan valdi lágmarks umhverfisáhrifum. Þetta er gömul speki en ekki ný.

Fiskeldi er í lykilhlutverki við umskipti yfir í „græna“ ræktun

Framleiðsla á eldislaxi er langstærsti hluti þess sem ræktaður er í kvíum inni á fjörðum og flóum í okkar heimshluta.

Að mati BELLONA verður að finna lausnir á þeim áskorunum sem atvinnugreinin stendur frammi fyrir. Það þýðir að fiskeldi framtíðarinnar verður að draga úr umhverfisfótspori sínu og viðhalda heilbrigðu umhverfi í hafinu þar sem eldi fer fram. Það þarf að tryggja hringlaga stjórnun úrgangsstrauma og auka framleiðslu á tegundum neðar í fæðukeðjunni.

Margir líta sömu augum á bláskeljaeldi og fiskeldi. En þar er mikill munur á. Bláskelin veiðir sína eigin fæðu og hreinsar sjóinn en kvíalaxinn er að mestu fóðraður á verksmiðjuframleiddu fóðri frá bændum.

Þar sem bláskelin veiðir sína fæðu sjálf þarf hún að sjálfsögðu mikið pláss. Bláskeljarækt er matvælaframleiðsla sem nýtir það besta í grænni matvæla- framleiðslu. Því má segja að bláskelin geti verið ómissandi þáttur í lausn samfélagsverkefnis um græna fóðurframleiðslu fyrir bæði menn og skepnur.

Sjálfbært árið 2034

Ríkisstjórn Noregs hefur sett sér það markmið að allt fóður fyrir eldisfisk og búfé komi frá sjálfbærum aðilum árið 2034. Stefnt er að því að hlutfall innlendrar framleiðslu kjarnfóðurs fyrir búfé muni aukast úr 55% í 70%. Það þýðir að framleiðslan verður um 300 þúsund tonn á ári eingöngu fyrir búfé á landi.

Fiskå (fiska.no) stjórnar rannsóknarverkefni er lýtur að því hvernig bláskelin muni virka sem próteinhráefni í kjarnfóður. Þar á bæ hafa menn komist að því að búfé finnst bláskelin bæði bragðgóð og auðmeltanleg. Auk þess inniheldur bláskelin holla sjávarfitu eins og omega 3, litarefni og kalk sem gagnast vel í kjúklingaframleiðslu

Skylt efni: bláskel

Nýir orkugjafar og hagkvæmni
Lesendarýni 28. febrúar 2025

Nýir orkugjafar og hagkvæmni

Í fyrri grein undirritaðs í blaðinu frá 19. des. sl. „Loftslagsmál og orka“ er f...

Sveit í sókn, 150% fjölgun á 15 árum
Lesendarýni 27. febrúar 2025

Sveit í sókn, 150% fjölgun á 15 árum

Í Öræfum blómstrar fjölbreytt samfélag í sveit sem löngum var ein einangraðasta ...

Hvernig nýtir Noregur heimildir til tollahækkana til að framfylgja landbúnaðarstefnu sinni?
Lesendarýni 26. febrúar 2025

Hvernig nýtir Noregur heimildir til tollahækkana til að framfylgja landbúnaðarstefnu sinni?

Norsk landbúnaðar stefna byggir á fjórum meginstoðum: (1) fæðuöryggi, (2) landbú...

Styrkjum stöðu garðyrkjunnar
Lesendarýni 25. febrúar 2025

Styrkjum stöðu garðyrkjunnar

Íslensk garðyrkja er einn af lykilþáttum í sjálfbærri fæðuöryggisstefnu landsins...

Blessuð íslenska kýrin
Lesendarýni 21. febrúar 2025

Blessuð íslenska kýrin

Um þessar mundir ríður þankagangur Mammons röftum, meðal sumra kúabænda á Ísland...

Eflum íslenska nautgriparækt
Lesendarýni 20. febrúar 2025

Eflum íslenska nautgriparækt

Í Bændablaðinu 23. janúar sl. birtum við pistil í framhaldi af skýrslu LbhÍ um s...

Þjóðbúningur að gjöf frá konum á Íslandi til kvenna á Nýja Íslandi
Lesendarýni 14. febrúar 2025

Þjóðbúningur að gjöf frá konum á Íslandi til kvenna á Nýja Íslandi

Íslenskur hópur kvenna sameinast nú um stórbrotna gjöf sem mun gleðja og styrkja...

Íslenska kýrin í mikilli framför
Lesendarýni 12. febrúar 2025

Íslenska kýrin í mikilli framför

Það liggur fyrir mikið afrek hjá kúabændum á þessari öld hversu stórstígar framf...