Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Við setningu laga um stjórn fiskveiða var gróflega gengið á veiði- og eignarrétt landeigenda sjávarjarða þar sem litið var fram hjá netlögum, auk þess sem ekkert samráð var haft við landeigendur.
Við setningu laga um stjórn fiskveiða var gróflega gengið á veiði- og eignarrétt landeigenda sjávarjarða þar sem litið var fram hjá netlögum, auk þess sem ekkert samráð var haft við landeigendur.
Lesendarýni 29. október 2020

Krafan um að verðleggja þýfið

Höfundur: Ómar Antonsson

Framferði íslenska ríkisins gagnvart landeigendum sjávarjarða, vegna nýtingar auðlinda innan netlaga, felur í sér eignarnám. Furðulegt er að borið hafi á því að sú framganga sé réttlætt með kröfu um að landeigendur sýni fram á að þeir hafi orðið fyrir tjóni við það að vera sviptir veiði- og eignarréttindum.

Svæði sem skilgreint er með hugtakinu netlög er hluti af „landi“ jarða sem liggja að sjó.

 Í 2. kafla rekabálks Jónsbókar segir að „Allir menn eigu at veiða fyrir utan netlög at ósekju…..“. Þetta þýðir að ytri mörk landeignar voru og eiga að vera miðuð við netlög. Ákvæði Jónsbókar í þessu sambandi eru  enn í fullu gildi.

Afmörkun netlaga er í raun tvíþætt; annars vegar dýptarregla Jónsbókar, sem tekur til fiskveiði og sjávargróðurs innan netlaga, og hins vegar svokölluð fjarlægðarregla. Þessi viðmið taka til tiltekinna auðlinda innan netlaga. Ef netlög samkvæmt dýptarreglu Jónsbókar ná lengra út en fjarlægðarregla Veiðitilskipunarinnar, skal miða við dýptarregluna.

Fjarlægðarreglan felur í sér að netlög eru skilgreind sem 115 metra fjarlægð út í sjóinn frá stórstraumsfjörumáli. Þegar um dýptarregluna er að ræða er miðað við 6,88 metra dýpi samkvæmt Páli Vídalín lögmanni (1667-1727). Ystu mörk netlaga samkvæmt Jónsbók eru því samkvæmt þessu 6,88 metra dýpi á stórstraumsfjöru. 

Hagsmunir landeigenda sjávarjarða hunsaðir

Við setningu laga um stjórn fiskveiða var gróflega gengið á veiði- og eignarrétt landeigenda sjávarjarða þar sem litið var fram hjá netlögum, auk þess sem ekkert samráð var haft við landeigendur. Ekki var heldur tekið tillit til þess hvort lögin takmörkuðu stjórnarskrárvarin réttindi landeigenda eða hvort þeir hinir sömu ættu rétt á bótum fyrir skaðann sem þeir urðu fyrir við setningu laganna.

Í raun má segja að íslenska ríkið hafi við setningu laganna tekið það sjávarsvæði við strendur landins, sem skilgreint er innan netlaga, eignarnámi bótalaust eins og áður segir. Þessi gjörningur stenst engan vegin lög enda báru þeir jarðeigendur sem hlut áttu að máli skarðan hlut frá borði. 

Óumdeilt er að löng hefð var fyrir því að reikna hlunnindi sem tengjast netlögum inn í jarðarverð enda var fasteignaskattur jarða sem lágu að sjó innheimtur samkvæmt viðmiðum Jónsbókar langt fram eftir síðustu öld. Þetta sannar, svo ekki verður um villst, að hér er um skýran eignarrétt að ræða sem er stjórnarskrárvarinn.

Sú spurning er áleitin hvað verði um ónýttar auðlindir innan netlaga eins og t.d. virkjun sjávarfalla til orkuvinnslu? Ætlar ríkið sér að deila út þeirri auðlind til útvalinna þegar þar að kemur í trássi við réttindi landeigenda? Hér má auk þess nefna að grásleppuveiði fer að mestu leyti fram innan marka netlaga sem þýðir að ríkið er að ráðskast með auðlindir sem það hefur enga lögsögu yfir.

Borið hefur á því í umfjöllun lögmanna um bótarétt landeigenda í þessu sambandi að sá réttur sé ekki til staðar nema að landeigandi geti sýnt fram á að hann hafi orðið fyrir tjóni. Þessi rök halda engu vatni þar sem búið er með þeim að snúa sönnunarbyrðinni á hvolf.

Þetta er rétt eins og að þjófur kæmist upp með það að skila ekki þýfinu til baka nema með því skilyrði að brotaþolinn gæti fært sönnur á tjónið og þar að auki verðlagt það. Sama gildir í raun um framferði ríkisins gagnvart landeigendum sjávarjarða þegar kemur að auðlindum tengdum netlögum. Landeigendur sjávarjarða skulu því verðleggja þýfið en sitji ella eftir snauðir. Þetta flokkast undir ólög.

Ómar Antonsson, 

formaður samtaka

eigenda sjávarjarða

Kosningarnar snúast líka um landbúnað
Lesendarýni 21. nóvember 2024

Kosningarnar snúast líka um landbúnað

Frá upphafi hefur landbúnaður gegnt lykilhlutverki í að móta íslenska menningu o...

Af virðingu við landið
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Af virðingu við landið

Í aðdraganda kosninga erum við ítrekað minnt á að margar stærstu áskoranir samfé...

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni

Eru hjúkrunarheimili á landsbyggðinni með viðunandi fjármögnun? Er tilefni til a...

Vegleysur á Vestfjörðum
Lesendarýni 18. nóvember 2024

Vegleysur á Vestfjörðum

Sem frambjóðandi á ferð fór ég akandi um Vestfirði um helgina. Vegur um Strandir...

Kosningar og hvað svo?
Lesendarýni 15. nóvember 2024

Kosningar og hvað svo?

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins birtu Bændasamtök Íslands áskorun til frambjóð...

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu
Lesendarýni 13. nóvember 2024

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu

Það er stór ábyrgðarhluti stjórnvalda að reyna að tryggja að atvinnugreinar séu ...

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara
Lesendarýni 12. nóvember 2024

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara

Eyrnamörk eða fjármörk eru, eins og margir þekkja, skurðir í eyru á fé til að sk...

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi
Lesendarýni 11. nóvember 2024

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi

Landbúnaður hefur löngum verið ein af burðarstoðum atvinnulífs í Norðausturkjörd...