Krafan um að verðleggja þýfið
Framferði íslenska ríkisins gagnvart landeigendum sjávarjarða, vegna nýtingar auðlinda innan netlaga, felur í sér eignarnám. Furðulegt er að borið hafi á því að sú framganga sé réttlætt með kröfu um að landeigendur sýni fram á að þeir hafi orðið fyrir tjóni við það að vera sviptir veiði- og eignarréttindum.