Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Mynd / smh
Lesendarýni 21. janúar 2020

Opið bréf til Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfis- og auðlindaráðherra

Höfundur: Kristján Beekman
Kain og Abel börðust forðum um nýtingu lands. Jarðarbúar hafa síðan háð sömu baráttu sem hefur lýst sér í óhugnanlegum stríðum um allan heim. Flestar vestrænar menningarþjóðir komu svo fyrir nokkuð hundruð árum með þá lausn sem kallast einkaréttur á landi. Þróaðist þessi lausn í meginatriðum þannig að þeir sem áttu landið fengu að ráða því hvernig það væri nýtt.
 
Íslendingar telja sig vera eina af þessum vestrænu menningarþjóðum og hafa því einkarétt á landi. Nýtingarrétturinn þróaðist hins vegar ekki fyrr en ræktun lands og dýrastofna hófst fyrir um 70 árum. Þá gerðu bændur þau mistök að girða af ræktunarland sitt í stað þess að girða af búfé.
 
Síðan þá hefur gjáin milli þeirra sem vilja rækta landið og þeirra sem vilja frjálsa beit, óháða eigna- og nýtingarrétti stækkað. 
 
Er ekki kominn tími til að láta af þessu stríði þar sem eignir eru skemmdar auk þess að gjörspillt landbúnaðarnefnd hefur komið í veg fyrir nýtingaráform bænda og varið milljónum í tilgangslaus dómsmál? Allt bendir til þess að stríðið muni harðna en fólk er í auknum mæli að opna augu sín gagnvart heilaþvotti og áróðri búfjáreigenda sem hefur varað síðastliðin 70 ár.
 
Guðmundur, þú ert eini maðurinn í landinu sem getur stöðvað þetta brjálæði með einu pennastriki í kjölfarið á einni skynsamlegri ákvörðun. Banna lausagöngu alls búfjár og húsdýra um allt land.
 
Meðfylgjandi eru nokkrar athugasemdir sem ættu að vekja þig til umhugsunar um þetta málefni.
 
Sagt er að lausaganga búfjár sé réttur búfjáreigenda, réttur sem þeir eigi erfitt með að gefa eftir.
 
Samkvæmt lögum um búfjárhald, sem tóku gildi 2014, kallast það lausaganga þegar búfé getur gengið á annars manns landi í óleyfi. Þessu má líkja við rétt sem þjófur hefur til að taka verðmæti úr ólæstu húsi. Í sömu lögum er lýsing á að lausagöngubann er bann sem sveitarstjórn samþykkir fyrir sveitarfélagið í heild eða hluta þess og auglýsir í Stjórnartíðindum til að koma í veg fyrir lausagöngu búfjár.
 
Sagt er að landið muni fyllast af girðingum. Það rétta er að flestir búfjáreigendur hafa nú þegar nóg af girðingum til að halda bústofni sínum á eigin landi. Hins vegar mun ekki verða þörf á girðingum á landi þar sem ekki er haldið búfé eins og vegi, landgræðslusvæði, skóga, sumarbústaðalönd og sauðfjárveikisvarnargirðingar ásamt girðingum um þéttbýliskjarna.
 
Sagt er að sauðfjárbændur haldi landi í byggð. Það rétta er að fólk sem langar að búa í strjálbýli heldur landinu í byggð en fjallskilareglur, skyldur og kostnaður fælir fólk frá því að láta þann draum sinn rætast.
 
Sagt er að íslenska sauðkindin þurfi að komast á fjall til að þríf­ast eðlilega. Ekkert bendir hins vegar til þess, túnfé afsannar þá staðhæfingu.
 
Sagt er að afurð frá fé sem gengur frjálst sé einstaklega heilnæm, kryddað á fæti eins og það er kallað. Það rétta er að lítið er um kryddplöntur á landi sem þarf að þola óstýrða beit sumarlangt, ár eftir ár. Helstu krydd sem lömbin fá eru blanda af iðnaðarsalti, ösku frá útblæstri bíla, örplasti og gúmmíögnum vegna dekkjaslits sem þau sleikja upp úr moldarslóðum um allt land. Eina leiðin til að vera örugg um að kjötið sé neysluhæft er að fá lífræna vottun en hún fæst þó ekki á lausagöngubúfé.
 
Sagt er að sauðfjárbeit komi í veg fyrir að illgresi vaxi yfir landið og haldi við búsetulandslagi. Að vísu er það að hluta til rétt en búsetulandslag þarf ekki að haldast við uppi á fjöllum þar sem aldrei hefur verið búseta. Annars væri hér í boði ný tekjulind fyrir búfjáreigendur, að leigja út skepnur til að beita niður óæskilegan gróður.
 
Guðmundur, það er því engin ástæða til að banna ekki lausagöngu alls búfjár og gæludýra um allt land og þannig munt þú um leið marka þín fyrstu spor í aðgerðum í loftslagsmálum.
 
Please do not fail on this.
Kristján Beekman
Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...