Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Frá aðalfundi Landssamtaka landeigenda á Íslandi á dögunum.
Frá aðalfundi Landssamtaka landeigenda á Íslandi á dögunum.
Fréttir 18. mars 2019

Telja hættu á að eignarrétturinn verði fótum troðinn

Höfundur: Ritstjórn

Á aðalfundi Landssamtaka landeigenda (LLÍ) á Íslandi 14. mars var samþykkt ályktun vegna frumvarps umhverfis- og auðlindaráðherra til breytinga á náttúruverndarlögum. LLÍ gera alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar og telja að verði þær að lögum muni á ný skapast fullkomið ófremdarástand á fjölsóttum ferðamannastöðum, eignarréttur landeigenda verði fótum troðinn og misskilinn almannaréttur sé gerður rétthærri en stjórnarskárvarin eignarréttindi.

Í ályktuninni segir ennfremur:

„Aðalfundurinn bendir meðal annars á eftirtalin atriði:

  1. Hin forni almannaréttur tók til frjálsrar farar gangandi manna um eignarlönd annarra og var ekki annað en umferðarréttur í vegalausu landi. Rétturinn var undantekningarheimild frá ótvíræðum eignarrétti og til þess gerður að greiða för á milli tveggja staða á tímum þegar samgöngur voru með öðru sniði en nú er. Vegfarendum bar að hlíta ströngum undantekningum og greiða bætur eða sæta öðrum viðurlögum ef ekki væri að þessum reglum farið. Um þetta liggja fyrir fjölmargar lögfræðilegar fræðigreinar sem vart teljast umdeildar.

Samtök landeigenda eru ekki mótfallinn þessum forna almannarétti. Þvert á móti styðja þau þennan umferðarrétt almennings eins og hann hefur verið túlkaðir frá tímum Jónsbókar.

  1. Breytingartillögurnar gera ráð fyrir að landeigenda sé ekki lengur heimilt að takmarka eða banna för um land sitt nema við sérstakar aðstæður og aldrei með gjaldtöku fyrir aðgang. Hins vegar er heimilt að taka gjald fyrir bílastæði og gerð þeirra. Sérstaklega er tekið fram ólögmætt sé að taka gjald vegna viðhalds ferðmannasvæða og hnykkt á því að lagning stígs eða bygging göngubrúa eða slíkra mannvirkja, feli ekki í sér þjónustu. LLÍ telja þesssa afmörkun ólögmæta. Ekki fær staðist að gjald megi taka fyrir að búa til malarstæði fyrir bifreiðar en að ekki megi taka gjald fyrir mannvirki til verndar náttúrunni svo sem malarstíga, tröppur, útsýnispalla, brýr og stiga. Hér er sönnunarbyrði snúið við og lagt að herða landeiganda að sýna fram á að beita megi takmörkunum. Allt mat er lagt í hendur stjornvalda. Ljóst er að alla hugsun vantar í framsetningu þessa ákvæðis.

Gjaldtaka er einungis heimil ef um er að ræða endurteknar hópferðir í atvinnuskyni. Þannig er ekki heimilt að taka gjald fyrir hópferð sem talin er koma í eitt sinn og ekki í atvinnuskyni, t.d. ferð gamalla skólafélaga á tiltekið eignarland jafnvel þótt saman færu hundruðir manna á mörgum rútum.

  1. LLÍ benda á, að engin leið verður að reka ferðmannastaði með þeim takmörkunum sem fram eru settar. Rekstaraðili eða landeigandi getur aldrei vitað hvort rúta sem kemur á staðinn er komin í fyrsta sinn eða er hluti af endurteknu ferðakipulagi. Viðamikið eftirlitskerfi, starfsfólk og umstang, þarf til þess að komast á snoðir um það hvort viðkomandi gestir komu á eigin vegum, í rútu sem aðeins kom einu sinni, eða í rútu sem stundar endurteknar ferðir á sama staðinn.

Landeigandi sem kýs að verja náttúruna með stígum, pöllum, tröppum, og öðrum viðlíka mannvirkjum á þess engan kost að fá kostnað sinn bættan. Bílastæði hafa forgang, náttúran ekki. Náttúrverndarlög hafa snúist upp í andstæðu sína.

Landssamtök landeigenda á Íslandi mótmæla skerðingu stjórnarskrárvarins eignarréttar landeigenda með tilefnislausri lagasetningu sem mun einungis skapa árekstra uppnámsástand við stóra og smáa ferðmannastaði og verða náttúruvernda til skaða.“

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...