Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þýskt kjöt, íslenskir hamborgarar. „Það er lykilatriði að ganga skilmerkilega frá merkingum á uppruna þeirra afurða sem notaðar eru til framleiðslu matvæla hér á landi og merkja ekki þýskt kjöt sem íslenskan hamborgara af því að hakkavélin sem marði saman buffið var boltuð niður í Íslenska storð/ staðsett í Hafnarfirði (eða einhvers staðar á Íslandi)“.
Þýskt kjöt, íslenskir hamborgarar. „Það er lykilatriði að ganga skilmerkilega frá merkingum á uppruna þeirra afurða sem notaðar eru til framleiðslu matvæla hér á landi og merkja ekki þýskt kjöt sem íslenskan hamborgara af því að hakkavélin sem marði saman buffið var boltuð niður í Íslenska storð/ staðsett í Hafnarfirði (eða einhvers staðar á Íslandi)“.
Lesendarýni 29. maí 2023

Matvæla- og fæðuöryggi eru fullveldismál

Höfundur: Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar og þingmaður VG í Norðausturkjördæmi.

Það hefur margt breyst í ísskápnum hjá okkur Íslendingum á síðustu áratugum.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.

Hnattrænt markaðshagkerfi færir okkur ferskan ananas frá fjarhornum heimsins allt árið um kring. Það er alltaf hægt að kaupa vínber og grænmetiskælirinn í næsta stórmarkaði er fullur af framandi ávöxtum og frystarnir fullir af hverslags kjöti frá Evrópusambandinu.

Við erum á allt öðrum stað hvað varðar matvæli í dag en við vorum fyrir nokkrum áratugum. Matur var fiskurinn í sjónum, dilkakjöt og soðnar kartöflur. Matur varðaði ekki öryggi eða fullveldi þjóðar. Matur var úr nærumhverfinu, einfaldur og næringarríkur en kannski ekki fjölbreyttur.

Mikilvægi matvæla- og fæðuöryggis hefur vaxið umtalsvert á síðustu árum og áhrif kórónuveirunnar og innrásar rússneskra stjórnvalda í Úkraínu hafa opnað augu marga fyrir því hversu fallvölt matvælaframleiðsla á heimsvísu er. Í því tilliti hafa þjóðir heims horft sér nær, fyllt á neyðarbirgðir og gert áætlanir um aukna innlenda framleiðslu matvæla

Hvaðan kemur maturinn þinn?

Fjöldi framandi matartegunda hafa ratað inn í daglegt líf okkar án þess að við gefum því sérstakan gaum hvaðan þau koma, hvernig þau eru ræktuð eða hver ræktaði þau. Við búum vel hér á Íslandi, erum efnamikil í samanburði við meginþorra mannkynsins. Trónum á toppi fæðupýramídans ef svo má komast að orði en mikið af þeim matvælum sem við neytum eru framleidd við bág skilyrði af fólki sem á varla til hnífs og skeiðar fyrir brauðstritið. Þetta eru þær hliðar matvælaframleiðslunnar sem varða ójöfnuð og ofnýtingu gæða jarðarinnar og er ekki getið í innihaldslýsingunni.

Alþjóðleg stórfyrirtæki stjórna matvælaframleiðslu á heimsvísu og sjá okkur fyrir helstu aðföngum sem þarf til hennar. Þetta er sammerkt með matvælaframleiðslu eins og öðrum iðnaði, þrátt fyrir það er tilhneigingin að líta á þjóðir heims sem matframleiðendur, í það minnsta í daglegu tali. Eflaust eru það hugrenningatengslin við það hvar matvælin eru ræktuð. Rófan er dönsk, laukurinn franskur og grjónin líklega frá Indlandi eða Taílandi.

Þýskt kjöt, íslenskur hamborgari

Íslendingar geta ekki framleitt allan sinn mat án þess að breyta stórkostlega matseðli heimilisins. Við getum gefið í og gert betur. Átak í kornrækt er mikilvæg varða á þeirri leið og liður í að efla innlenda matvælaframleiðslu lengra niður aðfangakeðjuna en við eigum að venjast, það er gleðiefni og eykur sjálfstæði innlendrar matvælaframleiðslu.

Á sama tíma og við sækjum fram í akuryrkju og sköpum ný tækifæri til framleiðslu matvæla innanlands þurfum við að standa vörð um þau matvæli sem við þegar framleiðum. Það er hluti af heilnæmi íslenskra matvæla að eftirlit, framleiðsla og hreinleiki afurða er í fyrirrúmi. Það skýtur því skökku við þegar innflutt hrávara, eins og kjöt, er notuð við gerð matvæla sem merkt er íslensk. Það er ábyrgðarhluti stórmarkaða, verslana og framleiðenda að leggja sitt á vogaskálarnar í þessum efnum. Það er lykilatriði að ganga skilmerkilega frá merkingum á uppruna þeirra afurða sem notaðar eru til framleiðslu matvæla hér á landi og merkja ekki þýskt kjöt sem íslenskan hamborgara af því að hakkavélin sem marði saman buffið var boltuð niður í íslenska storð/ staðsett í Hafnarfirði (eða einhvers staðar á Íslandi).

Upprunamerkingar matvæla

Það er mikilvægt að neytendur geti treyst á upprunamerkingar. Notkun fánalita íslenska fánans við merkingar á innlendri framleiðslu með erlendum afurðum ætti að vera með öllu óheimil, en nokkuð hefur borið á því að framleiðendur freistist til þess að nota fánalitina með þeim hætti sem hér er lýst. Til þess að koma innlendum vörum á framfæri við neytendur þurfa framleiðendur og seljendur að koma sér saman um fyrirkomulag sem tryggir skýrar upplýsingar um innihald matvæla. Að gefnu tilefni hyggst ég leggja fram fyrirspurn til hæstvirts viðskipta- og menningarráðherra um notkun fánalitanna við merkingar á matvælum.

Skylt efni: fæðuöryggi

Öflug innlend matvælaframleiðsla
Lesendarýni 22. nóvember 2024

Öflug innlend matvælaframleiðsla

Kosningar í lok þessa mánaðar munu ekki einungis skera úr um hverjir sitja á Alþ...

Kosningarnar snúast líka um landbúnað
Lesendarýni 21. nóvember 2024

Kosningarnar snúast líka um landbúnað

Frá upphafi hefur landbúnaður gegnt lykilhlutverki í að móta íslenska menningu o...

Af virðingu við landið
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Af virðingu við landið

Í aðdraganda kosninga erum við ítrekað minnt á að margar stærstu áskoranir samfé...

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni

Eru hjúkrunarheimili á landsbyggðinni með viðunandi fjármögnun? Er tilefni til a...

Vegleysur á Vestfjörðum
Lesendarýni 18. nóvember 2024

Vegleysur á Vestfjörðum

Sem frambjóðandi á ferð fór ég akandi um Vestfirði um helgina. Vegur um Strandir...

Kosningar og hvað svo?
Lesendarýni 15. nóvember 2024

Kosningar og hvað svo?

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins birtu Bændasamtök Íslands áskorun til frambjóð...

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu
Lesendarýni 13. nóvember 2024

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu

Það er stór ábyrgðarhluti stjórnvalda að reyna að tryggja að atvinnugreinar séu ...

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara
Lesendarýni 12. nóvember 2024

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara

Eyrnamörk eða fjármörk eru, eins og margir þekkja, skurðir í eyru á fé til að sk...