Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Skiptir matur máli?
Mynd / smh
Lesendarýni 27. mars 2020

Skiptir matur máli?

Höfundur: Herdís Magna Gunnarsdóttir, Egilsstöðum varaformaður Landssambands kúabænda

„Apple-vöruskortur yfirvofandi á Íslandi!“ Þetta var með fyrstu fréttum af afleiðingum COVID-19 á Íslandi. Veiran sem lamað hafði daglegt líf og framleiðslu í Kína hafði þau áhrif að það fór að bera á vöruskorti á apple-vörum á Íslandi.

Eins og eflaust fleiri bændur velti ég því fyrir mér hvort að afleiðingar svona heimsfaraldurs gætu orðið meiri, hvort það gæti orðið skortur á mikilvægari hlutum. Hvað með matinn?

Vitund um fæðuöryggi mikilvæg nú sem áður

Herdís Magna Gunnarsdóttir.

Í upphafi mánaðar barst Vísinda­vefnum spurning sem sneri að fæðuöryggi landsins. „Gæti Ísland og íslenska þjóðin verið sjálfbær ef landið myndi lokast eða það þyrfti að loka landinu til lengri tíma? hvort sem það yrði vegna stríðs eða heimsfaraldra.“  Ég staðnæmdist við þessa spurningu þar sem ég hef lengi velt fyrir mér hvort áhugi stjórnvalda og hins almenna neytanda á mikilvægi fæðuöryggis, og um leið innlendrar matvælaframleiðslu, ætti ekki að vera mun meiri enda líklega stærsta hagsmunamál hverrar þjóðar að tryggja aðgang að nægu magni næringarríkra og öruggra matvæla.

Því lengra sem liðið hefur á mánuðinn hefur umræða um fæðuöryggi landsins orðið meira áberandi. Uppi eru aðstæður sem erfitt er að hafa fulla stjórn á og fólk spyr sig hver staða þjóðarbúsins sé. Hvernig stöndum við? Verður til matur?

Bændur standa vaktina

Fæðuöryggi hverrar þjóðar verður meira eftir því sem innlend matvælaframleiðsla er sterkari, eðli málsins samkvæmt. Lífsskilyrði þjóðarinnar hafa breyst hratt, nú erum við vön frelsi á ýmsum sviðum – við viljum geta ferðast og átt viðskipti á heimsvísu og höfum verið svo heppin að hafa litlar áhyggjur af því hvort nægur matur sé til staðar. Svo koma upp aðstæður sem við ráðum lítið við eins og fjármálakreppur, náttúruhamfarir, heimsfaraldrar. Þá förum við að leita inn á við og velta upp grunnspurningum eins og ,,verður til matur?“

Þessi spurning læðist að fólki núna þegar heimsfaraldur geisar og það gerðist líka í hruninu 2008. Þáverandi forseti landsins, Ólafur Ragnar Grímsson, hélt ræðu á Búnaðarþingi 2008 þar sem hann kom inn á mikilvægi þess að eiga nægilega mikið af öruggum matvælum til að hægt væri að fæða þjóðina í „ólgusjó alþjóðaviðskipta og hlýnandi loftslags jarðar“.

Það er góð regla að vona það besta og búa sig undir það versta. Samtök bænda og afurða- og matvælafyrirtæki eru með aðgerðaáætlanir í gangi og ekkert bendir til þess að skortur verði á vörum. Eins og framkvæmdastjóri Bónuss sagði í fréttaviðtali í síðustu viku er nægur matur í landinu og eflaust hjuggu margir bændur eftir orðunum sem fylgdu þar á eftir ,,... og við erum svo heppin að við framleiðum mjög mikið af matvælum á Íslandi.“ Það er staðan. Bændur standa vaktina í sveitum landsins og halda áfram að framleiða matvæli.

Sterkar stoðir til framtíðar

Við erum vissulega heppin að í landinu er framleitt mikið af úrvals mat. Ísland er matvæla­framleiðsluland. Árið 2018 fram­leiddu Íslendingar 830 þúsund tonn af mat, að meðtöldu sjávarfangi. Um 220 þúsund tonn eru framleidd fyrir innanlandsmarkað. En það þarf meira til en heppnina. Við eigum að tryggja með öllum ráðum að innlend matvælaframleiðsla standi á sterkum stoðum.

Mikilvægt er að mótuð verði stefna til framtíðar fyrir matvæla­framleiðslu landsins og fagna ég því að sú vinna sé á lokametrunum. Mismunandi straumar og stefnur hafa áhrif á neysluvenjur og því er mikilvægt að bæði landbúnaðar- og matvælastefna séu mótaðar til framtíðar þar sem þarf að horfa vítt yfir og ekki einungis á síbreytilega neyslustrauma og stefnur. Við getum öll verið sammála um hversu gott það væri fyrir þjóðina ef við myndum framleiða fleiri tegundir matvæla og má þá einna helst benda á aukna akuryrkju og grænmetisframleiðslu. Í því samhengi er þó vert að minna á að samkvæmt neyslutölum er ekkert sem bendir til þess að draga eigi úr framleiðslu mjólkur og kjöts. Við þurfum ekki að fórna einni grein til að efla aðra.

Mikilvægi stuðnings við matvælaframleiðslu

Við þekkjum umræðuna um mis­munandi viðhorf til viðskipta með matvæli. Einhverjir vilja meina að matvæli eigi að öllu leyti að lúta sömu lögmálum markaðarins og aðrar vörur. Orð Bill Clintons, fyrrum Bandaríkjaforseta, eru fræg þar sem hann, í gagnrýni sinni á afnámsstefnu niðurgreiðslna í landbúnaði í Afríku 2008 sagði að „matvæli eru hins vegar ekki alveg eins og annar varningur, þau eru li´fsnauðsynjar og þvi´ a´ að koma fram við þær sem sli´kar en ekki eins og litasjo´nvo¨rp.“

Innan landbúnaðarins eigum við auðlind – auðlind þekkingar, getu og reynslu til að framleiða úrvals matvæli. Þar fyrir utan hefur orðið mikil uppbygging og fjárfesting í aðstöðu og tækniframþróun bæði meðal bænda og innan afurðastöðva sem vinna með hráefnið. Þetta eru verðmæti sem við þurfum að meta og gæta að. Við skulum heldur ekki gleyma því að fyrir utan bændurna sjálfa skapar matvælaframleiðsla landsins gríðarlegan fjölda fjöl­breyttra starfa við úrvinnslu og þjónustu við atvinnuveginn.

Sá heimsfaraldur sem nú gengur yfir minnir okkur enn og aftur á mikilvægi innlendrar matvæla­framleiðslu og í góðærunum sem líka ganga yfir megum við aldrei gleyma því. Byggjum enn frekar ofan á nú þegar góða reynslu okkar og þekkingu – mótum okkur stefnu til uppbyggingar í öllum greinum.

Herdís Magna Gunnarsdóttir, Egilsstöðum
varaformaður Landssambands kúabænda

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki
Lesendarýni 20. júní 2024

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki

Tandrabretti ehf. hefur undanfarin ár unnið að uppbyggingu á viðarperluframleiðs...

Og svo kom vorið
Lesendarýni 18. júní 2024

Og svo kom vorið

Nú í byrjun júnímánaðar fengu landsmenn yfir sig sannkallað vetrarveður sem varð...