Frumkvöðlar í Sjávarklasanum: Kremaframleiðsla í gömlu bókasafni
Stofnendur TARAMAR eru bæði prófessorar við Háskóla Íslands, Guðrún Marteinsdóttir fiskifræðingur og Kristberg Kristbergsson matvælafræðingur.
Stofnendur TARAMAR eru bæði prófessorar við Háskóla Íslands, Guðrún Marteinsdóttir fiskifræðingur og Kristberg Kristbergsson matvælafræðingur.
Siglfirska fyrirtækið Primex framleiðir húðkrem og bætiefni undir nafninu Chito Care. Virka efnið er kítósan fjölsykra sem fengin er úr rækjuskel.
„Við gerum snakk úr roði sem við fáum ferskt frá Brim, sem við erum í góðu samstarfi við,“ segir Jóhann Tómas Portal hjá Roðsnakki.
Nýlega kom á markað Fish & Chips snakk. „Það er eins og nafnið gefur til kynna, fiskur og kartöflur saman í poka,“ segir Rúnar Ómarsson, eigandi Nordical Foods.
Hinn Íslenski sjávarklasi bauð gestum og gangandi að heimsækja Hús Sjávarklasans í lok síðasta mánaðar. Þar voru yfir 50 frumkvöðlar með fjölbreytt vöruúrval.