Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Frumkvöðlar í Sjávarklasanum: Vilja bæta álit á roði
Í deiglunni 10. júlí 2023

Frumkvöðlar í Sjávarklasanum: Vilja bæta álit á roði

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

„Við gerum snakk úr roði sem við fáum ferskt frá Brim, sem við erum í góðu samstarfi við,“ segir Jóhann Tómas Portal hjá Roðsnakki.

Félagarnir kynna roðsnakk í Sjávarklasanum

Þeir þurrka og léttsteikja roðið samdægurs og gera úr því stökkar flögur. Eina viðbætta innihaldsefnið er salt. Jóhann og félagar hans hjá Roðsnakki eru nemendur við Tækniskólann. Þeir tóku þátt í keppninni Ungir frumkvöðlar. Þar fengu þeir sérstök verðlaun fyrir frumlegasta sölubásinn, enda framsetningin mjög áhugaverð og skreytt með neti. „Það eru búin að vera mjög góð viðbrögð.Það finnst öllum þetta rosalega gott. Það hafa margir spurt hvort þeir geti fjárfest eða keypt einhvern part af fyrirtækinu, eða hvort þetta sé komið í búðir. Það er í mjög góðu ferli, en við erum með fundi planaða með stórum fyrirtækjum sem myndu geta útvegað okkur öll leyfi, þannig að við erum á góðri leið.

Þessi vara okkar lofar mjög góðu, en það vantar nýtt álit á fiskiroð. Það er oftast horft á þetta sem drasl,“ segir Jóhann. Nú er fiskiroð meðal annars nýtt í framleiðslu á gæludýrafóðri, en þeirra markmið er að gera úr því vöru sem nær til alls almennings. Jóhann vonast til að geta byrjað að selja roðsnakkið í verslunum í lok sumars.

Gömul saga og ný
Fréttaskýring 24. mars 2025

Gömul saga og ný

Í niðurstöðum ráðuneytisstjórahóps matvælaráðuneytisins um fjárhagsvanda landbún...

Mikil þörf á afleysingafólki
Fréttaskýring 21. mars 2025

Mikil þörf á afleysingafólki

Mikil þörf er á fleira afleysingafólki fyrir bændur. Fáir virðast hafa afleysing...

Tekist á um hvar málefni dýravelferðar eigi að liggja
Fréttaskýring 12. mars 2025

Tekist á um hvar málefni dýravelferðar eigi að liggja

Dýraverndarsamtök Íslands telja að færa eigi stjórnsýslu dýravelferðar frá Matvæ...

Meirihluti dýrahræja urðaður ólöglega
Fréttaskýring 25. febrúar 2025

Meirihluti dýrahræja urðaður ólöglega

Dýrahræ og -leifar flokkast sem „aukaafurð dýra“ í regluverki úrgangsmála, sem e...

Er nauðsynlegt að vera með kornmyllu?
Fréttaskýring 10. febrúar 2025

Er nauðsynlegt að vera með kornmyllu?

Einu hveitimyllu landsins verður lokað á allra næstu vikum. Með því verða Íslend...

Bændur telja búgrein sína beitta misrétti innan stjórnsýslunnar
Fréttaskýring 5. febrúar 2025

Bændur telja búgrein sína beitta misrétti innan stjórnsýslunnar

Forsvarsmenn stærstu svínabúa landsins eiga í ágreiningi við hið opinbera vegna ...

Að bera kvíðboga fyrir óvissri framtíð
Fréttaskýring 17. janúar 2025

Að bera kvíðboga fyrir óvissri framtíð

Loftslagsbreytingar og þeir erfiðleikar sem þær valda fylla marga streitu og kví...

Betri rekstrargrundvöllur fyrir lífgasver
Fréttaskýring 30. desember 2024

Betri rekstrargrundvöllur fyrir lífgasver

Stefnt er að stofnun rekstrarfélags á næstunni utan um starfsemi á lífgas- og áb...