Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Frumkvöðlar í Sjávarklasanum: Vilja bæta álit á roði
Í deiglunni 10. júlí 2023

Frumkvöðlar í Sjávarklasanum: Vilja bæta álit á roði

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

„Við gerum snakk úr roði sem við fáum ferskt frá Brim, sem við erum í góðu samstarfi við,“ segir Jóhann Tómas Portal hjá Roðsnakki.

Félagarnir kynna roðsnakk í Sjávarklasanum

Þeir þurrka og léttsteikja roðið samdægurs og gera úr því stökkar flögur. Eina viðbætta innihaldsefnið er salt. Jóhann og félagar hans hjá Roðsnakki eru nemendur við Tækniskólann. Þeir tóku þátt í keppninni Ungir frumkvöðlar. Þar fengu þeir sérstök verðlaun fyrir frumlegasta sölubásinn, enda framsetningin mjög áhugaverð og skreytt með neti. „Það eru búin að vera mjög góð viðbrögð.Það finnst öllum þetta rosalega gott. Það hafa margir spurt hvort þeir geti fjárfest eða keypt einhvern part af fyrirtækinu, eða hvort þetta sé komið í búðir. Það er í mjög góðu ferli, en við erum með fundi planaða með stórum fyrirtækjum sem myndu geta útvegað okkur öll leyfi, þannig að við erum á góðri leið.

Þessi vara okkar lofar mjög góðu, en það vantar nýtt álit á fiskiroð. Það er oftast horft á þetta sem drasl,“ segir Jóhann. Nú er fiskiroð meðal annars nýtt í framleiðslu á gæludýrafóðri, en þeirra markmið er að gera úr því vöru sem nær til alls almennings. Jóhann vonast til að geta byrjað að selja roðsnakkið í verslunum í lok sumars.

Jarðvegsauðlind Íslands
Fréttaskýring 11. desember 2024

Jarðvegsauðlind Íslands

Jarðvegur er ein mikilvægasta náttúruauðlind jarðar sem trauðla er hægt að endur...

Helsta ógn við lýðheilsu í dag
Fréttaskýring 29. október 2024

Helsta ógn við lýðheilsu í dag

Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum fyrir fólk en Norðurlandaþjóðirnar en ...

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð
Fréttaskýring 27. september 2024

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð

Unnið er að veglagningu í Hornafirði, styttingu hringvegarins um Hornafjarðarflj...

Betur má ef duga skal
Fréttaskýring 13. september 2024

Betur má ef duga skal

Tæp 2.000 tonn af heyrúlluplasti skiluðu sér í endurvinnslu árið 2023. Enn eru u...

Vindmyllur þyrla upp moldviðri
Fréttaskýring 30. ágúst 2024

Vindmyllur þyrla upp moldviðri

Nú stefnir allt í að fyrsta vindorkuver Íslands rísi á næstu tveimur árum. Lands...

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði
Fréttaskýring 16. ágúst 2024

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði

Skortur á koltvísýringi og óöryggi við afhendingu hans hefur hamlandi áhrif á yl...

Orsakir kals og möguleg viðbrögð
Fréttaskýring 5. júlí 2024

Orsakir kals og möguleg viðbrögð

Talsverðar kalskemmdir eru á Norðurlandi í ár og virðist tjónið vera útbreiddast...

Vanefndir stjórnvalda
Fréttaskýring 21. júní 2024

Vanefndir stjórnvalda

Nýlega bárust fréttir af nípuræktun í Þurranesi í Dölum og á síðasta ári var sag...