Íslenskar garðyrkjustöðvar stækka um nær 18 þúsund fermetra
Mikill kraftur er kominn í uppbyggingu hjá íslenskum garðyrkjubændum til að mæta aukinni eftirspurn. Undanfarin ár hefur hlutdeild þeirra minnkað töluvert, en verið er að auka verulega við framleiðslugetu. Þar er ýmist búið að stækka eða verið að stækka ræktunaraðstöðu hjá fjölda garðyrkjustöðva sem nemur nærri 18 þúsund fermetrum.