Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Helgi Jakobsson og Hildur Ósk Sigurðardóttir í Gufuhlíð í Reykholti hafa verið með 3.800 fermetra undir í vistvænni gúrkurækt auka sína framleiðslugetu og eru að stækka stöðina um 2.160 fermetra.
Helgi Jakobsson og Hildur Ósk Sigurðardóttir í Gufuhlíð í Reykholti hafa verið með 3.800 fermetra undir í vistvænni gúrkurækt auka sína framleiðslugetu og eru að stækka stöðina um 2.160 fermetra.
Mynd / Sölufélag garðyrkjumanna
Fréttir 2. júlí 2020

Íslenskar garðyrkjustöðvar stækka um nær 18 þúsund fermetra

Höfundur: HKr./VH

Mikill kraftur er kominn í upp­byggingu hjá íslenskum garð­yrkju­bændum til að mæta aukinni eftirspurn. Undanfarin ár hefur hlutdeild þeirra minnkað töluvert, en verið er að auka verulega við framleiðslugetu. Þar er ýmist búið að stækka eða verið að stækka ræktunaraðstöðu hjá fjölda garðyrkjustöðva sem nemur nærri 18 þúsund fermetrum.

Nýr garðyrkjusamningur milli stjórnvalda og bænda sem skrifað var undir um miðjan maí virðist hafa ýtt ýtt undir þessi áform, en meginmarkmið nýja samningsins er að snúa við minnkaðri hlut­deild íslenskrar framleiðslu á innanlandsmarkaði. Samdráttur hefur verið í markaðshlutdeild íslenskrar framleiðslu undanfarin ár, þrátt fyrir mikinn áhuga neytenda. Þannig minnkaði markaðshlutdeild innlendrar framleiðslu helstu garðyrkjuafurða á innanlands­markaði úr 75% árið 2010 í 52% árið 2018. Mismunurinn hefur verið fluttur inn.

Lambhagi öflugastur

Meðal þeirra stöðva sem nú eru að auka framleiðslu og stækka sína aðstöðu er Gróðrarstöðin Lambhagi, sem er langstærsta gróðrarstöð landsins. Hafberg Þórisson hefur verið þar í stöðugri uppbyggingu og er kominn með um 15.000 fermetra stöð í Úlfarsárdal. Hann er nú búinn að reisa 7.000 af 22.000 fermetra gróðrarstöð í Mosfellsdal. Hafberg segist vera búinn að sá í hluta nýja gróðurhússins og að hann eigi von á fyrstu uppskerunni eftir þrjár vikur.

Í Gufuhlíð í Reykholti, þar sem Helgi Jakobsson og Hildur Ósk Sigurðardóttir hafa verið með 3.800 fermetra undir í vistvænni gúrkurækt, eru að auka sína framleiðslugetu. Þau hafa verið að framleiða um 600 tonn á ári, en eru nú að stækka stöðina um 2.160 fermetra.

Garðyrkjustöðin Friðheimar er orðin afar vinsæl meðal ferða­manna, sem gefst kostur á að snæða þar tómatsúpu um leið og fræðst er um tómataræktina. Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttur reka stöðina og eru að byggja nýtt 5.700 fermetra hús til að auka sína tómataræktun.

Í  Espiflöt í Reykholti er mjög öflug blómarækt. Axel Sæland og Heiða Pálrún Leifsdóttir reka nú stöðina  sem áður var í meirihlutaeigu foreldra Axels, Sveins A. Sæland og Áslaugar Sveinbjörnsdóttur. Þar er verið að byggja um 1.150 fermetra skála.

Gísli Jóhannsson í Dalsgarði í Mosfellsdal er frægur fyrir sína rósarækt. Hann hyggst auka við framleiðsluna og stækka stöðina um 400 fermetra.

Þórhallur Bjarnason, garðyrkju­bóndi í Laugalandi við Varmaland í Borgarfirði, og kona hans, Erla Gunnlaugsdóttir, eru að stækka gróðurhúsin hjá sér um 1.230 fermetra.

„Við erum að byrja á sökklunum og gerum ráð fyrir að húsið, sem er ætlað fyrir agúrkur, verði komið í notkun um næstu áramót og að við komum til með að auka framleiðsluna hjá okkur um 200 tonn á ári í framhaldinu,“ segir Þórhallur. Samkvæmt heimildum blaðsins er mikill áhugi fyrir ýmiss konar nýsköpun í greininni og einhverjir með áform í þá veru í deiglunni.

Aukin framlög til garðyrkju

Í samningi ríkisins við bændur eru gerðar grundvallarbreytingar á starfsumhverfi íslenskrar garðyrkju og með því skapaðar forsendur fyrir því að hægt verði að auka framleiðslu á íslensku grænmeti um 25% á næstu þremur árum og auka þannig markaðshlutdeild innlendrar framleiðslu. Til þess að ná þessu markmiði er árlegt fjárframlag stjórnvalda til samningsins hækkað um 200 milljónir króna á ári, úr um 660 milljónum í um 860 milljónir. Tekur sú breyting gildi strax á þessu ári.

Í samkomulaginu var gerð sú breyting að fyrirkomulagi á niður­greiðslum á raforku er breytt með þeim hætti að ylræktendum, þ.e. þeim sem rækta í gróðurhúsum eða öðru lokuðu rými, verða tryggðar beingreiðslur vegna lýsingar í stað niðurgreiðslu kostnaðar. Þetta er gert til þess að stuðla að hagfelldari starfsskilyrðum greinarinnar. Jafnframt er bætt við þennan lið samningsins alls 70 milljónum króna til að stuðla að lægra raforkuverði til íslenskrar garðyrkju./

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...