Gulrótabændurnir í Auðsholti reikna með 200 tonna uppskeru
Frá 1997 hafa hjónin Vignir Jónsson og Ásdís Bjarnadóttir í Auðsholti ræktað gulrætur á bökkum Hvítár, rétt hjá Flúðum í Hrunamannahreppi. Fyrst meðfram kúabúskap, en eftir að dætur þeirra og makar þeirra tóku við honum árið 2012 hafa þau einbeitt sér að ræktuninni að mestu. Þau framleiða um 200 tonn af gulrótum, sem telst talsvert fyrir ofan meðal...