Um helmingi minni uppskera var af íslenskum gulrótaökrum nú í ár miðað við á síðasta ári.
Um helmingi minni uppskera var af íslenskum gulrótaökrum nú í ár miðað við á síðasta ári.
Mynd / Hari
Fréttir 27. nóvember 2024

Mun minni uppskera en á síðasta ári

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Samkvæmt skráningum garðyrkjubænda á uppskeru beint af akri varð mikill samdráttur í uppskerumagni miðað við síðasta ár.

Samanlögð heildaruppskera er nú tæpum 2.500 tonnum minni, þegar uppskerumagn allra tegunda er lagt saman. Í ár var magnið 6.966 tonn en í fyrra 9.409 tonn.

Helgi Jóhannesson, garðyrkjuráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, segir að nákvæmar hektaratölur liggi ekki fyrir og því sé ekki hægt að reikna þetta niður á flatareiningu. Fyrirliggjandi er þó að umsóknum um styrki til útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm á þessu ári miðað við síðasta ár.

Uppskerutölur úr útiræktun grænmetis fyrir árin 2023 og 2024.

„Sláandi munur er á gulrótauppskeru milli ára,“ segir Helgi, en um helmingi minni uppskera var nú miðað við í fyrra. „En það kemur á óvart að spergilkál sé svipað. Það er aukning í rauðkáli, líklega vegna meiri ræktunar – annars er þetta 20–30 prósent minna í tegundunum en í fyrra sem var reyndar ekkert sérstaklega gott ræktunarár heldur.“

Helgi segir að það sé mjög slæmt fyrir bændur að fá svo slaka uppskeru vegna þess að mest allur kostnaður við ræktun er greiddur fyrir fram og vegna aðhalds á markaði sé mjög erfitt að bæta tekjutapið með verðhækkunum.

„Sumarið var eins og menn muna kalt og frekar stutt, erfitt ræktunarár,“ heldur Helgi áfram. Hann bætir við að uppskerumagn á spergilkáli komi skemmtilega á óvart, þar sem allt bendi til að ræktun í hekturum hafi verið svipuð eða jafnvel minni en í fyrra á þeirri tegund.

Miðað við tíðarfarið og lakari uppskeru í öðrum tegundum komi það á óvart að uppskeran sé lítið minni en á síðasta ári.

Skylt efni: gulrætur

Mun minni uppskera en á síðasta ári
Fréttir 27. nóvember 2024

Mun minni uppskera en á síðasta ári

Samkvæmt skráningum garðyrkjubænda á uppskeru beint af akri varð mikill samdrátt...

Meiri ásetningur og sala líflamba ástæða samdráttar
Fréttir 27. nóvember 2024

Meiri ásetningur og sala líflamba ástæða samdráttar

„Ekki þarf að koma á óvart að lömbum sem koma til slátrunar hafi fækkað þetta mi...

Tveir nýir feldhrútar á sæðingastöð
Fréttir 27. nóvember 2024

Tveir nýir feldhrútar á sæðingastöð

Eins og nýlega hefur verið greint frá hér í blaðinu er feldfjárrækt nú komin inn...

Rjúpan stygg í snjóleysi
Fréttir 26. nóvember 2024

Rjúpan stygg í snjóleysi

Áki Ármann Jónsson, formaður Skotvís, segir rjúpnaveiðina fara vel af stað. Fugl...

Afleysing ekki fáanleg
Fréttir 26. nóvember 2024

Afleysing ekki fáanleg

Axel Páll Einarsson, kúabóndi á Syðri-Gróf í Flóahreppi, þurfti að fara í aðgerð...

Tók við dýraleifum af öllu höfuð­borgarsvæðinu og Suðurlandi
Fréttir 26. nóvember 2024

Tók við dýraleifum af öllu höfuð­borgarsvæðinu og Suðurlandi

Kjötmjölsverksmiðjan Orkugerðin í Flóanum náði að taka við öllum sláturúrgangi o...

Heildargreiðslumark 152 milljón lítrar
Fréttir 26. nóvember 2024

Heildargreiðslumark 152 milljón lítrar

Framkvæmdanefnd búvörusamninga leggur til við matvælaráðherra að heildargreiðslu...

Bleik slær Íslandsmet
Fréttir 25. nóvember 2024

Bleik slær Íslandsmet

Kýrin Bleik 995 á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd hefur mjólkað mest allra íslensk...