Þetta er kýrin Bleik sem hefur mjólkað mest allra kúa á Íslandi.
Þetta er kýrin Bleik sem hefur mjólkað mest allra kúa á Íslandi.
Mynd / Pétur Friðriksson
Fréttir 25. nóvember 2024

Bleik slær Íslandsmet

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Kýrin Bleik 995 á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd hefur mjólkað mest allra íslenskra kúa.

Bleik er í eigu Péturs Friðrikssonar og er hún á fimmtánda vetri. Hún hefur mjólkað samtals 114.731 kíló á ævinni. Það var ljóst við uppgjör afurðaskýrslna októbermánaða. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins greinir frá.

Bleik er fædd 14. ágúst 2009, undan Grana 1528871-0982 Hersissyni 97033 og Stássu 873 Stássadóttur 04024. „Bleik bar sínum fyrsta kálfi 31. október 2011 og hefur borið ellefu sinnum síðan þá, eða alls tólf sinnum, nú síðast 12. ágúst sl. Mestar afurðir á ári hingað til eru 10.372 kg árið 2016 en mestu mjólkurskeiðsafurðir 13.078 kg á því fimmta og næstmestar á ellefta mjólkurskeiði, eða nákvæmlega 12 þús. kg,“ segir í frétt RML.

Eldra Íslandsmet í æviafurðum átti Mókolla 230 á Kirkjulæk sem mjólkaði 114.635 kg á sínu skeiði. Aðeins níu íslenskar kýr hafa mjólkað meira 100.000 kíló á ævinni.

Skylt efni: Íslenska kýrin

Bleik slær Íslandsmet
Fréttir 25. nóvember 2024

Bleik slær Íslandsmet

Kýrin Bleik 995 á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd hefur mjólkað mest allra íslensk...

Kjötmjöl og kúamykja betri áburðargjafi á eldri tún
Fréttir 25. nóvember 2024

Kjötmjöl og kúamykja betri áburðargjafi á eldri tún

Bræðurnir Ísak og Logi Jökulssynir á Ósabakka á Skeiðum gerðu áburðartilraunir þ...

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...