Erfingjavandinn er krabbameinið sem leggur sveitirnar í eyði
„Það er innbyggt í þetta kerfi að sveitirnar munu fara í eyði og eflaust gerist það hraðar en okkur nú órar fyrir. Þetta er það sem ég kalla erfingjavandann í sveitunum,“ segir Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson, bóndi á Ketilsstöðum á Tjörnesi, um eignarhald á bújörðum sem mjög voru í umræðunni í sumar sem leið.