Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Tjörnes.
Tjörnes.
Fréttir 24. október 2019

Erfingjavandinn er krabbameinið sem leggur sveitirnar í eyði

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það er innbyggt í þetta kerfi að sveitirnar munu fara í eyði og eflaust gerist það hraðar en okkur nú órar fyrir. Þetta er það sem ég kalla erfingjavandann í sveitunum,“ segir Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson, bóndi á Ketilsstöðum á Tjörnesi, um eignarhald á bújörðum sem mjög voru í umræðunni í sumar sem leið. 

Stór svæði á og í kringum Tjörnes eru að fara í eyði og sömu sögu má segja um fleiri landsvæði. Eigendurnir flytja brott vegna aldurs og eða deyja, erfingjar, oft nokkuð stór systkinahópur, tekur við eignarhaldinu en býr ekki á jörðinni og ætlar sér það ekki. Þvert á móti eru slíkir eigendur stundum einbeittir í vilja sínum að halda þessum eignum í eyði, jafnvel þótt það væri vel mögulegt að koma eignunum í ábúð.

Búið á einum bæ á Melrakkasléttu

Aðalsteinn J. Halldórsson.

Aðalsteinn segir að eignarhald á bújörðum þurfi að vera með þeim hætti að það styrki byggðina en veiki hana ekki eins og raunin er nú. Hann nefnir að fyrir tveimur áratugum hafi þó nokkuð af jörðum verið í ábúð á Melrakkasléttu, en nú sé búið á einum bæ á því svæði. „Þetta er að gerast í okkar samtíð, við erum að horfa upp á heilu landsvæðin fara í eyði og ekkert hægt að gera. Ástæðan er einfaldlega sú að eigendur jarðanna gera í flestum tilvikum ekki minnstu tilraun til að selja heldur láta eignir ganga til sinna afkomenda. Þetta eru gjarnan nokkur systkini, 3, 5 eða fleiri, og flestir hafa ráð á að eiga jörðina áfram þótt hún sé ekki í neinni notkun, greiða þau gjöld sem þarf sem eru kannski 50 til 100 þúsund kall á ári á hvern einstakling. Svo kemur fólk einu sinni eða tvisvar yfir sumarið og á góðar stundir yfir gylltu í bauk og dásamar íslensku sveitina,“ segir Aðalsteinn.

Krabbameinið sem leggur hverja sveitina á fætur annarri í eyði

„Þetta er eitthvað sem ekki er talað um en þarf að gera engu að síður, þetta er krabbameinið sem er að leggja hverja sveitina á fætur annarri í eyði,“ segir hann og bætir við að þegar fram líða stundir gæti sú staða vel verið uppi að einungis væri búið í Eyjafirði, Skagafirði og á Suðurlandi, á þeim svæðum þar sem mjólkurkvóti hefur safnast upp. Önnur svæði muni eiga undir högg að sækja og undan þeim muni fjara.

Nefnir Aðalsteinn að í eina tíð hafi kýr verið á nánast hverjum bæ á Tjörnesi, en þar sé nú einungis eitt mjólkurbú eftir. Eftir standi veikari byggð.

Eigendur bera ábyrgðina

„Ég sé fyrir mér að jarðir muni fara í eyði hér á norðanverðu landinu, fyrir austan og vestan. Þetta er innbyggt í kerfið, eigendur jarðanna hafa engar skyldur við byggðarlögin, þeir fara í burtu þegar aldurinn færist yfir og sumir auðvitað hreinlega deyja frá sínum jörðum. Það eru eigendurnir sem bera ábyrðina á þessu ástandi, það er að segja að reyna ekki að selja eignir sínar og fá nýja ábúendur á jarðirnar. Þetta er ekkert annað en meðvituð ákvörðun þeirra sem hafa búið á jörðunum, að leggja sína eign í eyði. Þeir sem erfa ætla sér ekki að flytja á ný á heimaslóðir, það er í flestum tilfellum ljóst. Það er skellt í lás á hverjum bænum á fætur öðrum, ljósin slökkna, hengilás settur á hliðið. Þetta er undarlegt viðhorf, að vilja sjá eignina sína, sem fólk hefur oftar en ekki búið á til áratuga, verða að eyðibýli.“

Nöturleg og viðkvæm staða

Aðalsteinn segir þetta nöturlega stöðu og afar viðkvæma, þetta sé ástand sem fæstir vilji tala um upphátt, oftast vegna tengsla við aðila sem eiga jarðeignir sem standa í eyði. „En það þarf að segja hlutina eins og þeir eru,“ segir hann. Öðru máli gegni um þegar jarðir séu seldar útlendum auðkýfingum svonefndum.
„Það varð skyndilega allt vit­laust í samfélaginu þegar erlendir auð­kýfingar hófu að kaupa jarðir, en flestir horfa í hina áttina þegar jarðir eru skildar eftir til þess eins að fara í eyði.“

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar
Fréttir 2. apríl 2025

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar

Líklegt þykir að þingsályktunartillaga um veiðar á álft og gæs utan hefðbundins ...

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...

Skepnur út undan í almannavörnum
Fréttir 1. apríl 2025

Skepnur út undan í almannavörnum

Dýraverndarsamband Íslands telur brýnt að styrkja stöðu dýra í almannavarnaástan...

Skoða bryggju austan við Vík
Fréttir 31. mars 2025

Skoða bryggju austan við Vík

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst gera bryggju við Alviðruhamra á...

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni
Fréttir 28. mars 2025

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni

Nærandi ferðaþjónusta er ný nálgun í ferðaþjónustu sem miðar að því að leggja ræ...