Aukinn lofthiti mun hafa gríðarleg áhrif á uppgræðslu landsins
Árni Bragason, doktor í jurtakynbótum, tók við stöðu landgræðslustjóra 1. maí síðastliðinn. Árni var áður forstjóri NordGen - Norrænu erfðaauðlindastofnunarinnar. Hann segir Landgræðsluna þurfa að búa sig undir loftslagsbreytingar og aukna akuryrkju í framtíðinni.