Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Árni Bragason skipaður landgræðslustjóri
Fréttir 29. apríl 2016

Árni Bragason skipaður landgræðslustjóri

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, hefur skipað Árna Bragason í embætti landgræðslustjóra til næstu fimm ára. Árni hefur frá árinu 2010 starfað sem forstjóri Norrænu erfðaauðlindastofnunarinnar, Nordgen í Svíþjóð.

Valnefnd skipuð af ráðherra mat Árna hæfastan meðal umsækjenda til að gegna embætti landgræðslustjóra. Árni lauk doktorsgráðu í jurtaerfðafræði frá Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn með erfðafræði og lífeðlisfræði sem aukagreinar og B.Sc.-gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands. Árni hefur víðtæka reynslu af stjórnun og rekstri. Áður en Árni tók við stöðu forstjóra Norrænu erfðaauðlindastofnunarinnar starfaði hann hjá verkfræðistofunni Eflu. Þar á undan starfaði hann sem forstöðumaður náttúruverndar- og útvistarsviðs Umhverfisstofnunar, forstjóri Náttúruverndar ríkisins og sem forstöðumaður Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá.

Að auki hefur Árni gegnt fjölmörgum nefndar- og trúnaðarstörfum á sviði náttúruverndar- og umhverfismála.

Árni er skipaður í embætti landgræðslustjóra frá 1. maí næst komandi. Hann er kvæntur Önnu Vilborgu Einarsdóttur og eiga þau þrjú uppkomin börn.

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...