Skógrækt í Grunnskóla Drangsness í Kaldrananeshreppi á Ströndum
Í um tvo áratugi, eða frá því rétt fyrir aldamótin 2000, hafa nemendur Grunnskóla Drangsness í Kaldrananeshreppi ræktað tré og hlúð að skógi í skógarreiti skólans. Skólalundurinn er í landi Klúku í Bjarnarfirði rétt ofan við Hótel Laugarhól þar sem áður var annar af tveimur skólum hreppsins.