Litaflækjur – Þrílit hross og nautgripir
Flestir nautgripir og hross eru einlit eða bera einn lit sem er megineinkenni þeirra um hvora tegundina sem er að ræða. Þó er það til að tveir eða þrír litir sjáist á sama gripnum. Í sumum tilvikum stjórnast þessi litasamsetning af erfðalögmálum, en í öðrum ekki.