Mjölrætur í vanda
Fyrir skömmu kom út nýjasta útgáfa af IUCN Red List sem er listi yfir dýr og plöntur í útrýmingarhættu. Í listanum að þessu sinni er að finna lista yfir 41 tegund planta sem tilheyra ættkvíslinni Dioscorea sem stundum eru kallaðar mjölrætur á íslensku. Þekktasta tegundin innan ættkvíslarinnar er líklega yam-rótin.