Í skyrtu úr skít
Fólk sér ólík tækifæri í landbúnaði og landbúnaðarafurðum en hingað til hafa flestir sammælst um að mykjuna frá nautgripum sé best að nýta sem áburð á tún. Síðustu ár hafa svo fleiri og fleiri farið að nýta mykjuna öðruvísi svo sem til lífgasframleiðslu eða nýta úr henni trefjahlutann og nota sem undirburð eins og þegar er gert hér á landi.