Alþjóðabankinn spáir áframhaldandi hækkunum á hrávörumörkuðum
Stríðið í Úkraínu hefur sett hrávörumarkaði heimsins á hliðina, breytt jafnvægi í viðskiptum, framleiðslu og neyslu sem hefur leitt til verðhækkana sem eiga sér engin fordæmi. Í nýlegri skýrslu frá Alþjóðabankanum er því spáð að þessi staða muni jafnvel standa fram yfir 2024.