Óhemju orka sem mætti beisla
Vaxandi áhugi er á nýtingu sjávarorku um allan heim. Jón Kristinsson hefur ásamt teymi sínu þróað hugmyndir m.a. að beislun úthafsöldu og segir Íslendingum að huga að tækifærum í þessa veru.
Vaxandi áhugi er á nýtingu sjávarorku um allan heim. Jón Kristinsson hefur ásamt teymi sínu þróað hugmyndir m.a. að beislun úthafsöldu og segir Íslendingum að huga að tækifærum í þessa veru.
Virkjun sjávarorku er á margan hátt aðlaðandi kostur í þeim orkuskiptum sem fram undan eru, enda er hún umhverfisvænn og fyrirsjáanlegur orkugjafi. Undir sjávarorku fellur virkjun sjávarfallastrauma, ölduhreyfinga, seltu og varmamismunar til umbreytingar í raforku.
Sjávarfallavirkjanir eru endurnýjanleg og hrein orkuauðlind sem Íslendingar gætu nýtt til orkuöflunar. Frekari rannsókna er þörf og grundvallaratriði að stjórnvöld horfi á sjávarorkunýtingu sem framtíðarvalkost í orkuöflun og marki um það stefnu.