Það er kúkur á hreinleikaímynd Íslendinga
Íslendingar eru sannarlega með allt niður um sig í skólphreinsunarmálum. Hér á landi er ekki starfrækt ein einasta skolphreinsisstöð á vegum sveitarfélaga sem sinnir alvöru þriggja-, hvað þá fjögurra þrepa skolphreinsun, líkt og þekkist víða um lönd þar sem litið er á umhverfi og vatn sem mikilvæg verðmæti.