Ásbjörn Pálsson og Helga Jóhannsdóttir, bændur í Syðri-Haukatungu II, áttu besta lambhrútinn
Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi var haldin laugardaginn 16. október og var henni skipt í tvo hluta milli varnargirðinga, sem sagt fyrri sýningin var á Gaul í Staðarsveit og á hana voru mættir 54 hrútar í heildina. Á þeirri sýningu var einnig haft gimbrahappdrætti sem hefur vakið mikla lukku og notað til að ná upp í kostnað við sýninguna.