Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Loftmynd af endurheimtu votlendi í landi Hnausa og Hamraenda.
Loftmynd af endurheimtu votlendi í landi Hnausa og Hamraenda.
Fréttir 5. júlí 2021

Endurheimt votlendis á Snæfellsnesi vekur athygli á vettvangi Sameinuðu þjóðanna

Höfundur: Vilmundur Hansen

Framkvæmdum við endurheimt votlendis í landi jarðanna Hnausa og Hamraenda á sunnanverðu Snæfellsnesi lauk í desember 2020. Þó ekki sé lengra síðan hefur landið nú þegar tekið greinilegum breytingum og framförum.

Í vor kölluðu Sameinuðu Þjóðirnar eftir áhugaverðum og vel heppnuðum endurheimtarverkefnum. Verkefnunum er ætlað að vísa leiðina að því hvernig verkefni er æskilegt er að takast á við á nýhöfnum áratugi endurheimtar vistkerfa.

https://www.decadeonrestoration.org

Landgræðslan sendi inn umsókn fyrir verkefnið á Hnausum og Hamraendum sem var samþykkt. Verkefnið er þar með komið í alþjóðlegan hóp 50 verkefna sem fylgst verður með til ársins 2030.

Tjaldur í votlendi.

https://implementers.decadeonrestoration.org/implementers/39/the-soil-conservation-service-of-iceland-restoration-of-peatland-in-snaefellsnes-peninsula 

Um er að ræða tvær samliggjandi jarðir sem ná yfir 100 hektara svæði þar sem grafnir höfðu verið skurðir sem náðu samtals 16 km að lengd. Á nýlegum loftmyndum af svæðinu sést greinilega að vatnsstaða landsins hefur hækkað og að náttúran hefur þegar hafist handa við að færa landið nær upprunalegu ástandi.

Landeigendur hafa séð aukningu í fuglalífi á svæðinu ber þar mest á ýmsum tegundum vaðfugla svo sem jaðraka, stelks og hrossagauks. Einnig hefur sést meira af öndum á svæðinu sem nýta sér tjarnir og opið vatn sem myndast hafa eftir að framkvæmdum lauk.

Ávinningurinn af endurheimtinni er margfaldur. Utan þess að sporna gegn þeirri miklu kolefnislosun sem á sér stað úr framræstu landi skapast betri aðstæður fyrir dýralíf og gróður sem aftur skilar landi og vistkerfi í betra jafnvægi.

Votlendissvæði Hnausa og Hamraenda er stærsta samfellda votlendissvæðið sem hefur verið endurheimt á vegum Landgræðslunnar. Endurheimt votlendis er talsvert vandasamara og flóknara ferli en að „moka ofan í skurði“ eins og stundum er haldið fram. Eftir að landeigendur hafa sótt um þátttöku í verkefninu gerir starfsfólk Landgræðslunnar úttekt á svæðinu til að sjá hvort það uppfylli sett skilyrði. Í framhaldinu er svæðið kortlagt og vatnsrennsli að og frá svæðinu athugað. Einnig eru allir skurðir og svæðin á milli þeirra kortlögð og svæðin mynduð úr lofti.

Loftmynd af endurheimtu votlendissvæði í landi Hnausa og Hamraendaá Snæfellsnesi.

Í framhaldinu eru fengnir verktakar úr heimabyggð eða landeigendur framkvæma sjálfir verkið. Mikilvægt er að við jarðvegsvinnu vegna endurheimtar votlendis sé unnið eftir ákveðnu verklagi og heppnaðist vinna verktakans í landi Hnausa og Hamraenda framar vonum.

Svæðið er fjölbreytt og mismunandi aðferðum þurfti að beita eftir aðstæðum hverju sinni. Dýrmæt reynsla safnaðist því við framkvæmdirnar á svæðinu sem mun nýtast við endurheimt votlendis á öðrum svæðum og víst er að viðurkenning Sameinuðu þjóðanna á verkefninu er hvatning til Landgræðslunnar og hennar starfsfólks að halda áfram á sömu braut.

Hér má sjá stutt myndband sem sýnir vel stöðu landsins eins og það er í dag.

https://vimeo.com/manage/videos/567428483

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...