Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Loftmynd af endurheimtu votlendi í landi Hnausa og Hamraenda.
Loftmynd af endurheimtu votlendi í landi Hnausa og Hamraenda.
Fréttir 5. júlí 2021

Endurheimt votlendis á Snæfellsnesi vekur athygli á vettvangi Sameinuðu þjóðanna

Höfundur: Vilmundur Hansen

Framkvæmdum við endurheimt votlendis í landi jarðanna Hnausa og Hamraenda á sunnanverðu Snæfellsnesi lauk í desember 2020. Þó ekki sé lengra síðan hefur landið nú þegar tekið greinilegum breytingum og framförum.

Í vor kölluðu Sameinuðu Þjóðirnar eftir áhugaverðum og vel heppnuðum endurheimtarverkefnum. Verkefnunum er ætlað að vísa leiðina að því hvernig verkefni er æskilegt er að takast á við á nýhöfnum áratugi endurheimtar vistkerfa.

https://www.decadeonrestoration.org

Landgræðslan sendi inn umsókn fyrir verkefnið á Hnausum og Hamraendum sem var samþykkt. Verkefnið er þar með komið í alþjóðlegan hóp 50 verkefna sem fylgst verður með til ársins 2030.

Tjaldur í votlendi.

https://implementers.decadeonrestoration.org/implementers/39/the-soil-conservation-service-of-iceland-restoration-of-peatland-in-snaefellsnes-peninsula 

Um er að ræða tvær samliggjandi jarðir sem ná yfir 100 hektara svæði þar sem grafnir höfðu verið skurðir sem náðu samtals 16 km að lengd. Á nýlegum loftmyndum af svæðinu sést greinilega að vatnsstaða landsins hefur hækkað og að náttúran hefur þegar hafist handa við að færa landið nær upprunalegu ástandi.

Landeigendur hafa séð aukningu í fuglalífi á svæðinu ber þar mest á ýmsum tegundum vaðfugla svo sem jaðraka, stelks og hrossagauks. Einnig hefur sést meira af öndum á svæðinu sem nýta sér tjarnir og opið vatn sem myndast hafa eftir að framkvæmdum lauk.

Ávinningurinn af endurheimtinni er margfaldur. Utan þess að sporna gegn þeirri miklu kolefnislosun sem á sér stað úr framræstu landi skapast betri aðstæður fyrir dýralíf og gróður sem aftur skilar landi og vistkerfi í betra jafnvægi.

Votlendissvæði Hnausa og Hamraenda er stærsta samfellda votlendissvæðið sem hefur verið endurheimt á vegum Landgræðslunnar. Endurheimt votlendis er talsvert vandasamara og flóknara ferli en að „moka ofan í skurði“ eins og stundum er haldið fram. Eftir að landeigendur hafa sótt um þátttöku í verkefninu gerir starfsfólk Landgræðslunnar úttekt á svæðinu til að sjá hvort það uppfylli sett skilyrði. Í framhaldinu er svæðið kortlagt og vatnsrennsli að og frá svæðinu athugað. Einnig eru allir skurðir og svæðin á milli þeirra kortlögð og svæðin mynduð úr lofti.

Loftmynd af endurheimtu votlendissvæði í landi Hnausa og Hamraendaá Snæfellsnesi.

Í framhaldinu eru fengnir verktakar úr heimabyggð eða landeigendur framkvæma sjálfir verkið. Mikilvægt er að við jarðvegsvinnu vegna endurheimtar votlendis sé unnið eftir ákveðnu verklagi og heppnaðist vinna verktakans í landi Hnausa og Hamraenda framar vonum.

Svæðið er fjölbreytt og mismunandi aðferðum þurfti að beita eftir aðstæðum hverju sinni. Dýrmæt reynsla safnaðist því við framkvæmdirnar á svæðinu sem mun nýtast við endurheimt votlendis á öðrum svæðum og víst er að viðurkenning Sameinuðu þjóðanna á verkefninu er hvatning til Landgræðslunnar og hennar starfsfólks að halda áfram á sömu braut.

Hér má sjá stutt myndband sem sýnir vel stöðu landsins eins og það er í dag.

https://vimeo.com/manage/videos/567428483

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...