Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
50 látnir í Rússlandi vegna svínaflensu
Fréttir 2. febrúar 2016

50 látnir í Rússlandi vegna svínaflensu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt frétt ATP hafa að minnsta kosti 50 manns látist í Rússlandi í þessum mánuði vegna svínaflensu sem breiðist hratt út í landinu. Sýkingin stafar af vírus sem kallast H1N1.

Heilbrigðisyfirvöld í Rostov segja að átta manns hafi látist af völdum svínaflensunnar þar á síðustu dögum og 11 hafa látist í nágrenni við Volgograd. Flensan hefur einnig tekið sinn toll í norðurhluta Kákasus þar sem vitað er um dauða fjögurra fullorðinna og eins barns að hennar völdum og tveir liggja illa haldnir á spítala af hennar völdum austur við Úralfjöll. Auk þess sem fregnir berast af sýkingum á Krímskaga og við Svartahaf og víðar í landinu.

Svínaflensufaraldurinn er ekki bundinn við Rússland því átján dauðsföll af hans völdum eru skráð í fyrrum Sovétríkinu Armeníu það sem af er þessu ári. Tilkynnt hefur verið um þrjú dauðsföll í Georgíu, 112 í Íran og þar í landi hafa yfir þúsund manns leitað á sjúkrahús vegna hugsanlegrar sýkingar frá því í nóvember á síðasta ári.

Talið er að H1N1 vírusinn hafi valdið dauða tæplega tuttugu þúsund manna í 214 löndum á síðustu fimm árum en fyrstu alvarlegu tilfelli hans komu upp í Mexíkó og Bandaríkjunum sumarið 2009 samkvæmt yfirlýsingu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO).

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...