Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
50 látnir í Rússlandi vegna svínaflensu
Fréttir 2. febrúar 2016

50 látnir í Rússlandi vegna svínaflensu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt frétt ATP hafa að minnsta kosti 50 manns látist í Rússlandi í þessum mánuði vegna svínaflensu sem breiðist hratt út í landinu. Sýkingin stafar af vírus sem kallast H1N1.

Heilbrigðisyfirvöld í Rostov segja að átta manns hafi látist af völdum svínaflensunnar þar á síðustu dögum og 11 hafa látist í nágrenni við Volgograd. Flensan hefur einnig tekið sinn toll í norðurhluta Kákasus þar sem vitað er um dauða fjögurra fullorðinna og eins barns að hennar völdum og tveir liggja illa haldnir á spítala af hennar völdum austur við Úralfjöll. Auk þess sem fregnir berast af sýkingum á Krímskaga og við Svartahaf og víðar í landinu.

Svínaflensufaraldurinn er ekki bundinn við Rússland því átján dauðsföll af hans völdum eru skráð í fyrrum Sovétríkinu Armeníu það sem af er þessu ári. Tilkynnt hefur verið um þrjú dauðsföll í Georgíu, 112 í Íran og þar í landi hafa yfir þúsund manns leitað á sjúkrahús vegna hugsanlegrar sýkingar frá því í nóvember á síðasta ári.

Talið er að H1N1 vírusinn hafi valdið dauða tæplega tuttugu þúsund manna í 214 löndum á síðustu fimm árum en fyrstu alvarlegu tilfelli hans komu upp í Mexíkó og Bandaríkjunum sumarið 2009 samkvæmt yfirlýsingu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO).

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...