Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ær- og hrossakjöt ekki á bannlista Rússa
Mynd / Bjarni Gunnar Kristinsson
Fréttir 13. ágúst 2015

Ær- og hrossakjöt ekki á bannlista Rússa

Höfundur: Vilmundur Hansen
Á síðasta ári bönnuðu yfirvöld í Rúss­landi innflutning á matvælum frá löndum Evrópusambands­ins og Noregi sem mótvægisaðgerð við refsiaðgerðir Bandaríkjanna og Evrópusambandsins vegna Úkra­ínudeilunnar.
 
Bannið, sem upphafalega átti að vara í ár, hefur verið framlengt og íhuga rússnesk yfirvöld að bæta fleiri lönd­um á listann, þar á meðal Íslandi. 
 
Ágúst Andrésson, ræðismaður Rússlands á Sauðárkróki, hefur ekki trú á að Rússar setji Ísland á bannlistann og þar að auki segir hann að ær- og hrossakjöt sé ekki á núverandi lista Rússa yfir matvæli sem ekki má flytja til landsins. 
 
„Það er ekkert nýtt við það að Ísland styðji refsiaðgerðirnar gegn Rúss­um vegna Úkraínudeilunnar. Rússar settu okkur ekki á bannlistann á síðasta ári og ég á mjög erfitt með að trúa að þeir geri það núna þrátt fyrir framlengingu bannsins. Að mínu viti mun viðskiptasaga Ís­lands og Rússlands og djúp vinátta þjóðanna verða þess valdandi að Ísland verði ekki sett meðal þeirra þjóða sem eru á bannlistanum.“
 
Mikil verðmæti í húfi
 
Verði af banninu gæti það aftur á móti haft verulega slæmar afleið­ing­ar í för með sér fyrir sjávarútvegsfyrirtæki sem flytja afurðir til Rússlands. 
 
Árið 2013 voru flutt úr 742 tonn af sauðfjárafurðum til Rússlands og 510 tonn 2014 en milli 500 og 700 tonn af hrossakjöti þessi sömu ár. Verðmæti þessa útflutnings er um 600 milljónir króna á ári.
Heildarútflutningsverðmæti til Rússlands fyrstu sex mánuði árs­ins 2015 nam um sjö milljörðum ís­lenskra króna en var á sama tímabili í fyrra tæpur 11,5 milljarður. Sam­tök fyrirtækja í sjávarútvegi telja útflutningsverðmæti sjávarafurða nema 37 milljörðum í ár. 

Skylt efni: Rússland | útflutningur

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...