Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ær- og hrossakjöt ekki á bannlista Rússa
Mynd / Bjarni Gunnar Kristinsson
Fréttir 13. ágúst 2015

Ær- og hrossakjöt ekki á bannlista Rússa

Höfundur: Vilmundur Hansen
Á síðasta ári bönnuðu yfirvöld í Rúss­landi innflutning á matvælum frá löndum Evrópusambands­ins og Noregi sem mótvægisaðgerð við refsiaðgerðir Bandaríkjanna og Evrópusambandsins vegna Úkra­ínudeilunnar.
 
Bannið, sem upphafalega átti að vara í ár, hefur verið framlengt og íhuga rússnesk yfirvöld að bæta fleiri lönd­um á listann, þar á meðal Íslandi. 
 
Ágúst Andrésson, ræðismaður Rússlands á Sauðárkróki, hefur ekki trú á að Rússar setji Ísland á bannlistann og þar að auki segir hann að ær- og hrossakjöt sé ekki á núverandi lista Rússa yfir matvæli sem ekki má flytja til landsins. 
 
„Það er ekkert nýtt við það að Ísland styðji refsiaðgerðirnar gegn Rúss­um vegna Úkraínudeilunnar. Rússar settu okkur ekki á bannlistann á síðasta ári og ég á mjög erfitt með að trúa að þeir geri það núna þrátt fyrir framlengingu bannsins. Að mínu viti mun viðskiptasaga Ís­lands og Rússlands og djúp vinátta þjóðanna verða þess valdandi að Ísland verði ekki sett meðal þeirra þjóða sem eru á bannlistanum.“
 
Mikil verðmæti í húfi
 
Verði af banninu gæti það aftur á móti haft verulega slæmar afleið­ing­ar í för með sér fyrir sjávarútvegsfyrirtæki sem flytja afurðir til Rússlands. 
 
Árið 2013 voru flutt úr 742 tonn af sauðfjárafurðum til Rússlands og 510 tonn 2014 en milli 500 og 700 tonn af hrossakjöti þessi sömu ár. Verðmæti þessa útflutnings er um 600 milljónir króna á ári.
Heildarútflutningsverðmæti til Rússlands fyrstu sex mánuði árs­ins 2015 nam um sjö milljörðum ís­lenskra króna en var á sama tímabili í fyrra tæpur 11,5 milljarður. Sam­tök fyrirtækja í sjávarútvegi telja útflutningsverðmæti sjávarafurða nema 37 milljörðum í ár. 

Skylt efni: Rússland | útflutningur

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...