Djúpsteikt hvelja, reyktur rauðmagi og lifrarmajónes
Matarauður Íslands og Hótel- og matvælaskólinn stóðu fyrir samkeppni á dögunum þar sem nemendum skólans var falið að útfæra hugmyndir um vannýtt hráefni til matargerðar.
Besti rétturinn að mati dómara var Djúpsteikt hvelja [sem er „roð“ hrognkelsis], með reyktum rauðmaga og lifrarmajónesi.
Þangís úr stórþara og þangskeggi
Í öðru sæti hjá dómnefnd var rétturinn Hafís; þangís gerður úr stórþara og þangskeggi – borið fram á íslenskri pönnuköku, og í þriðja sæti rétturinn Húsdýragarðurinn; brasseraður nautaháls og mergur borinn fram á laufabrauði með rauðvínssósu. Alls kepptu tíu réttir um sigurinn. Uppskriftirnar eru aðgengilegar á vefnum mataraudur.is.
Sigurrétturinn. Djúpsteikt hvelja, reyktur rauðmagi og lifrarmajónes.