Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Einhverjar tafir á afgreiðslu áburðar ytra
Mynd / Bbl
Fréttir 14. maí 2020

Einhverjar tafir á afgreiðslu áburðar ytra

Höfundur: smh

Þegar land lifnar við að vori huga bændur að sinni áburðardreifingu – og hafa margir þeirra valið og keypt sinn áburð fyrir allnokkru síðan. Að einhverju leyti virðast áburðarsalar hafa keypt inn sínar áburðartegundir áður en íslenska krónan veiktist verulega en óhjákvæmilega hefur einhver hækkun orðið vegna stöðugrar veikingar hennar frá áramótum. Einhverjar tafir eru á afgreiðslu ytra.

Svo virðist sem sala á áburði hafi verið mjög góð í vor, en einhver brögð eru að töfum á afgreiðslu áburðar frá birgjum ytra vegna áhrifa af COVID-19 faraldrinum.

Sigurður Sigurðsson hjá Fóður­blöndunni segir að salan hjá þeim hafi gengið mjög vel. „Við birtum okkar verðskrá í janúar og þegar krónan fór að gefa eftir var búið að selja megnið af áburðinum,“ segir hann.

Vandræði með mönnun í áburðarverksmiðju

Jóhannes Baldvin Jónsson hjá Líflandi segir að fyrirtækið hafi staðið frammi fyrir seinkun á komu áburðar vegna vandræða með mönnun í áburðarverksmiðju ytra. „Sú seinkun mun þó ekki koma að teljandi sök, viðskiptavinum er haldið upplýstum og áburðurinn mun skila sér til viðskiptavina á næstu vikum. Talsverðar hækkanir hafa orðið á áburðinum vegna veikingar á gengi krónunnar,“ segir hann.


„Salan hjá Skeljungi hefur verið góð þetta árið, stefnir í 10.500 tonn,“ segir Lúðvík Bergmann. „Sem betur fer vorum við búin að greiða stærsta hluta þess áburðar sem við flytjum inn. Hvað COVID-19 varðar þá varð aðeins töf á afgreiðslu skipa erlendis en það hefur alveg sloppið til að mestu.“

Sala umtalsvert meiri í ár

„Sala á Yara áburði hefur gengið vel um allt land. Búið er að selja umtalsvert meira af Yara áburði í ár en í fyrra,“ segir Elías Hartmann Hreinsson hjá Sláturfélagi Suður­lands (SS).

„Útkeyrsla á áburði er hafin fyrir nokkru og gengur vel. SS býr að góðri aðstöðu fyrir áburð í Þorlákshöfn en þar hefur félagið um 3.500 fermetra vöruhús sem rúma allt að 9.000 tonn af áburði. Innflutningur á áburði til Þorlákshafnar var því hafinn mjög snemma árs sem mildar meðal annars áhrif gengisbreytinga  sem hafa verið miklar að undanförnu. SS leggur áherslu á að eiga ávallt til birgðir af áburði um allt land til að þjónusta vel kaupendur á Yara áburði,“ segir Elías.

Einar Guðmundsson hjá Búvís segir stöðuna hjá þeim svipaða og í fyrra. „Vorið er að koma á fullu þessa dagana, virðist já vera örlítið seinna á ferðinni fyrir norðan en sunnan heiða.

Við vorum ekki búnir að kaupa allan áburð áður en krónan féll og ekki búnir að greiða alla erlenda kostnaðarliði,“ segir Einar.  

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...