Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Mun lélegri uppskera var af túnum Þóroddsstaðabænda í Ólafsfirði í sumar en í fyrra.
Mun lélegri uppskera var af túnum Þóroddsstaðabænda í Ólafsfirði í sumar en í fyrra.
Fréttir 18. september 2015

Kalt sumar hefur sett strik í heyöflun bænda

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Kuldatíðin í sumar hefur sett stórt strik í reikninginn hjá bændum í Ólafsfirði. 
Lítil heyuppskera hefur verið á túnum og jafnvel farið að nýta 20 ára gömul sinutún til að bæta upp heymagnið. 
 
Hefur ástandið ekki verið svona slæmt frá því menn muna, að sögn Hjalta Bergsveins Bjarkasonar, fjárbónda á Þóroddsstöðum. Hann er meðeigandi tengdaföður síns í jörðinni, Haraldar Marteinssonar, hrossa- og fjárbónda.
 
Hefur uppskeran verið meira en helmingi minni í sumar en seinustu ár vegna kulda. Sem dæmi þá hófst sláttur 3 vikum seinna núna en síðustu árin. 
 
„Maður er búinn að slá jafn mikið af túnum í sumar eins og á undanförnum árum, en það vantar samt töluvert upp á að ná sama heymagni. Þá eru gæðin mjög svipuð og síðustu ár.  Þegar verið var að slá í annarri viku ágúst, gránaði vel í fjöll inni í dölum í kring og það snjóaði í fjöll 27. ágúst. Vona menn því bara að veturinn verði góður svo heymagnið dugi hjá öllum í vetur,“ segir Hjalti.

Skylt efni: kuldatíð | heyöflun

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...