Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Svona var umhorfs í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu hinn 6. maí síðastliðinn.
Svona var umhorfs í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu hinn 6. maí síðastliðinn.
Mynd / Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson
Fréttir 26. maí 2015

Kuldatíð setur strik í reikninginn við sauðburð norðanlands

Höfundur: HKr./AJH
Sauðburður er að komast á skrið á flestum bæjum í Suður-Þingeyjarsýslu þessa dagana. Þetta er að fara af stað hjá flestum þessa daga og verður líklega komið á fullt alls staðar um helgina. Á Litlu-Reykjum í Reykjahverfi og Auðnum í Laxárdal hófst burður þó fyrr en víðast hvar á þessum slóðum. 
 
Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson á Húsavík heimsótti fyrrnefnda tvo bæi á dögunum og tók m.a. myndir af forystuánum báðum á bænum sem hann sendi Bændablaðinu.
„Það vildi svo ótrúlega til að þær voru báðar að ganga daginn sem bændur á Litlu-Reykjum voru að sæða. Þær skiluðu fimm lömbum úr sæðingunni,“ sagði Aðalsteinn. 
 
Hann sagði að ágætt hljóð hafi verið í bændum á Litlu-Reykjum. Sauðburður hafði farið ágætlega af stað og voru í kringum 70 ær bornar strax 5. maí. Bændur höfðu þó áhyggjur af tíðarfarinu en kalt er hér norðan heiða þessa daga og ekki útlit fyrir að draga fari úr kuldum fyrr en eftir miðja þessa viku. 
 
Á Auðnum var sauðburður að fara af stað fyrir alvöru og voru í kringum 30 ær bornar. Mikil litagleði er í ræktuninni þar á bæ. Var Benedikt Hrólfur Jónsson, bóndi á Auðnum, afar sáttur við litaúrvalið hingað til. Hann hafði þó þungar áhyggjur af veðrinu og sá fram á mikið plássleysi í fjárhúsunum ef ekki væri hægt að setja út kindur á næstu dögum. Þá var sauðburður rétt að hefjast á Syðri-Sandhólum og víðar í Suður- Þingeyjarsýslu.

4 myndir:

Skylt efni: kuldatíð | sauðburður

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...