Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem bjóða upp á auðskiljanlegar lausnir fyrir allar helstu uppákomur og einnig sjaldgæf burðarvandamál.
Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem bjóða upp á auðskiljanlegar lausnir fyrir allar helstu uppákomur og einnig sjaldgæf burðarvandamál.
Við alla aðstoð sem veitt er við burð er gott að hafa í huga að trufla ána sem minnst, fara að öllu með gát, aðstoða hiklaust og ákveðið.
Sauðburður er á næsta leiti og þá er gott fyrir bændur að hafa aðgengi að góðu leiðbeiningarefni um burðarhjálp.
Það er að mörgu að hyggja þegar nálgast fer sauðburð og getur verið gott að setjast niður með kaffibollann og hugsa hvað það nú var í fyrra sem algjörlega vantaði.
Fyrstu lömbin á þessu vori hafa nú litið dagsins ljós og þótt langflestar ær beri hjálparlaust er góð burðarhjálp lykilatriði í sauðburði.
„Nei, ég átti nú alls ekki von á sauðburði í október en svona getur þetta stundum verið í sveitinni, þetta er bara skemmtilegt og gefur lífinu lit,“ segir Birgitta Lúðvíksdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Möðruvöllum 3 í Hörgársveit, en ærin Dúdda bar þar nýlega tveimur fallegum lömbum.
Sauðburður er víðast hvar kominn í gang og gengur eftir atvikum vel, að því er Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, segir. Mikil kuldatíð hefur sett mark sitt á liðna daga norðan heiða og ekki útlit fyrir miklar breytingar þar á samkvæmt langtímaveðurspám.
„LEAN management“ eða straumlínustjórnun, á íslensku er vel þekkt um allan heim í stjórnun.
Trausti Hjálmarsson, sauðfjárbóndi í Austurhlíð í Biskupstungum og stjórnarmaður í Landssamtökum sauðfjárbænda, segir að hann hafi ekki heyrt af vandamálum sauðfjárbænda við mönnun starfa á sauðburði. Sjálf þurfi þau ekki að leita að starfsfólki utan bús, þar sem burðartímabilið sé langt og því dreifðara álag.
„Þetta er stærsta lamb sem fæðst hefur hér á bæ,“ segir Halldís Gríma Halldórsdóttir á Bjarnastöðum í Öxarfirði. Þar reka foreldrar hennar, Halldór S. Olgeirsson og Elín Maríusdóttir, sauðfjárbú. Undir síðustu helgi fæddist þar 9 kílóa lambhrútur, ansi hreint stór og stæðilegur.
Nokkur umræða hefur verið á undanförnum vikum um möguleg vandamál stærri sauðfjárbúa við mönnun starfa á sauðburði á tímum COVID-19 farsóttarinnar.
Einn vandasamasti tíminn við fóðrun á sauðfé er þegar ánum er sleppt af húsi með lömbin. Þrátt fyrir bætta fóðrun og aðbúnað er þessi vandi um margt meiri en var þegar ærnar gengu meira við opið og voru minna fóðraðar.
Útbreiðsla COVID-19 faraldursins hefur haft mikil áhrif á íslenskt samfélag. Það er ánægjulegt að sjá að viðbrögð hér á landi hafa verið árangursrík og nú er svo komið að smitum fer ört fækkandi. Hins vegar er þessu verkefni ekki lokið og mikilvægt að við höldum áfram að fylgja tilmælum frá yfirvöldum.
Ný myndbandarás hefur verið stofnuð á YouTube með það að markmiði að auðvelda bændum burðarhjálpina á sauðburðinum þegar snúin vandamál koma upp.
Kindin Mela kom eigendum sínum á bænum Hamri á Barðaströnd heldur betur á óvart á dögunum þegar hún bar tveimur fallegum gimbrum, sem hafa fengið nöfnin Kóróna og Veira í ljósi ástandsins í landinu.
Ærin Hetja á bænum Hálsi í Dalvíkurbyggð bar fjórum lömbum á liðnu vori, einni gimbur og þremur hrútum. Lömbin fjögur vógu rétt ríflega 200 kíló á fæti í haust.
Sauðburður er að komast á skrið á flestum bæjum í Suður-Þingeyjarsýslu þessa dagana.
Öll forvinna er mikilvæg fyrir sauðburð t.d. að allar milligrindur, tæki og tól sem þarf að nota séu í lagi og á „sínum“ stað. Útiskjól séu einnig til reiðu. Auk þess þarf að huga að eftirfarandi þáttum: