Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Níu kílóa lambhrútur fæddist á bænum Bjarnastöðum i Öxarfirði undir síðustu helgi. Sá stærsti sem þar hefur komið í heiminn.
Níu kílóa lambhrútur fæddist á bænum Bjarnastöðum i Öxarfirði undir síðustu helgi. Sá stærsti sem þar hefur komið í heiminn.
Mynd / Halldís Gríma Halldórsdóttir
Fréttir 8. maí 2020

Níu kílóa lambhrútur fæddist á bænum Bjarnastöðum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Þetta er stærsta lamb sem fæðst hefur hér á bæ,“ segir Halldís Gríma Halldórsdóttir á Bjarnastöðum í Öxarfirði. Þar reka foreldrar hennar, Halldór S. Olgeirsson og Elín Maríusdóttir, sauðfjárbú. Undir síðustu helgi fæddist þar 9 kílóa lambhrútur, ansi hreint stór og stæðilegur. 
 
Halldís Gríma segir að eitt sinn fyrir nokkrum árum hafi fæðst 7 kílóa lamb á bænum, en Trölli, 9 kílóa lambið, sé það allra stærsta sem þau hafi áður séð. Burður gekk hægt, en tókst að lokum. 
 
Lambhrúturinn lifði í þrjá daga, en líkast til hefur eitthvað gefið sig í honum innvortis við burðinn sem gekk hægt fyrir sig enda hrúturinn engin smásmíði. Mynd / Elín Maríusdóttir
 
Heimilismenn á Bjarnastöðum börðust við að halda lífi í lambinu en það lifði í þrjá daga. Telur hún að skaði hafi orðið innvortis í burði. Lambhrúturinn stóð upp og hann hélt haus.Móðir lambhrútsins er tvævetra undan hrút úr Broddanesi á Ströndum en faðirinn er heimahrútur á Bjarnastöðum. 
 
Um 350 ær bera þetta vorið á Bjarnastöðum í Öxarfirði og segir Halldís Gríma að vel gangi í sauðburði það sem af er. „Við erum ríflega hálfnuð núna og það gengur allt samkvæmt áætlun,“ segir hún. 

Skylt efni: sauðburður

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...