Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Níu kílóa lambhrútur fæddist á bænum Bjarnastöðum i Öxarfirði undir síðustu helgi. Sá stærsti sem þar hefur komið í heiminn.
Níu kílóa lambhrútur fæddist á bænum Bjarnastöðum i Öxarfirði undir síðustu helgi. Sá stærsti sem þar hefur komið í heiminn.
Mynd / Halldís Gríma Halldórsdóttir
Fréttir 8. maí 2020

Níu kílóa lambhrútur fæddist á bænum Bjarnastöðum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Þetta er stærsta lamb sem fæðst hefur hér á bæ,“ segir Halldís Gríma Halldórsdóttir á Bjarnastöðum í Öxarfirði. Þar reka foreldrar hennar, Halldór S. Olgeirsson og Elín Maríusdóttir, sauðfjárbú. Undir síðustu helgi fæddist þar 9 kílóa lambhrútur, ansi hreint stór og stæðilegur. 
 
Halldís Gríma segir að eitt sinn fyrir nokkrum árum hafi fæðst 7 kílóa lamb á bænum, en Trölli, 9 kílóa lambið, sé það allra stærsta sem þau hafi áður séð. Burður gekk hægt, en tókst að lokum. 
 
Lambhrúturinn lifði í þrjá daga, en líkast til hefur eitthvað gefið sig í honum innvortis við burðinn sem gekk hægt fyrir sig enda hrúturinn engin smásmíði. Mynd / Elín Maríusdóttir
 
Heimilismenn á Bjarnastöðum börðust við að halda lífi í lambinu en það lifði í þrjá daga. Telur hún að skaði hafi orðið innvortis í burði. Lambhrúturinn stóð upp og hann hélt haus.Móðir lambhrútsins er tvævetra undan hrút úr Broddanesi á Ströndum en faðirinn er heimahrútur á Bjarnastöðum. 
 
Um 350 ær bera þetta vorið á Bjarnastöðum í Öxarfirði og segir Halldís Gríma að vel gangi í sauðburði það sem af er. „Við erum ríflega hálfnuð núna og það gengur allt samkvæmt áætlun,“ segir hún. 

Skylt efni: sauðburður

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...