Burðarhjálp
Sauðburður er á næsta leiti og þá er gott fyrir bændur að hafa aðgengi að góðu leiðbeiningarefni um burðarhjálp.
Fyrir þremur árum voru fyrstu leiðbeiningarmyndböndin úr smiðju þeirra Karólínu Elísabetardóttur, bónda í Hvammshlíð, og Axels Kárasonar dýralæknis gefin út á YouTube-rásinni „Leiðbeiningarefni um burðarhjálp“ og síðan hafa þau stöðugt verið uppfærð og endurskoðuð. Að sögn Karólínu hafa margir haft not af myndböndunum og fær hún iðulega fyrirspurnir um hvar sé hægt að nálgast þau, þegar líður að sauðburði.
Vandamálið greint í skrefum
Myndböndin eru alls 23 í dag á íslensku, auk þess sem öll helstu myndböndin eru einnig til á þýsku og ensku. Í tengslum við myndböndin var útbúið „ákvarðanatré“ sem er að sögn Karólínu gagnlegt tól til að greina aðsteðjandi vandamál við sauðburðinn skref fyrir skref.
Leiðbeiningarmyndböndin eiga að ná til nærri allra hugsanlegra burðarvandamála og liggja myndbönd Karólínu til grundvallar sem hún hefur tekið upp á mörgum og mismunandi sauðfjárbúum á undanförnum árum. Þá veitir Axel innsýn inn í hvað á sér stað inni í ánni, með notkun á lambalíkönum og mjaðmagrind í raunstærð.
Öll myndbönd og ákvarðanatréð má nálgast á eftirfarandi vefslóðum:
Á ensku (öll youtuberásin - velja spilunarlistann „á ensku/in English“ til að sjá ensku útgáfurnar)