Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem bjóða upp á auðskiljanlegar lausnir fyrir allar helstu uppákomur og einnig sjaldgæf burðarvandamál.
Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem bjóða upp á auðskiljanlegar lausnir fyrir allar helstu uppákomur og einnig sjaldgæf burðarvandamál.
Sauðburður er á næsta leiti og þá er gott fyrir bændur að hafa aðgengi að góðu leiðbeiningarefni um burðarhjálp.
Fyrstu lömbin á þessu vori hafa nú litið dagsins ljós og þótt langflestar ær beri hjálparlaust er góð burðarhjálp lykilatriði í sauðburði.
Fyrir ári síðan var opnuð YouTube-rásin Leiðbeiningarefni um burðarhjálp, með myndböndum um burðarhjálp á sauðburði. Um verkefni þeirra Karólínu Elísabetardóttur í Hvammshlíð og Axels Kárasonar dýralæknis er að ræða, þar sem leitast var við að veita ráðgjöf um öll hugsanleg burðarvandamál og uppákomur á sauðburði.