Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hildur frá Hvammshlíð með Garúnu og Möggu Nikulásdætur.
Hildur frá Hvammshlíð með Garúnu og Möggu Nikulásdætur.
Fréttir 21. apríl 2021

Burðarhjálparmyndbönd á YouTube nú líka á ensku og þýsku

Höfundur: smh

Fyrir ári síðan var opnuð YouTube-rásin Leiðbeiningarefni um burðarhjálp, með myndböndum um burðarhjálp á sauðburði. Um verkefni þeirra Karólínu Elísabetardóttur í Hvammshlíð og Axels Kárasonar dýralæknis er að ræða, þar sem leitast var við að veita ráðgjöf um öll hugsanleg burðarvandamál og uppákomur á sauðburði. Nú hefur framhald orðið á verkefninu og brugðist við óskum um myndbönd á þýsku og ensku sem ætlað er aðstoðarfólki sem kemur erlendis frá.

Karólína segir að nú séu öll þýsku myndböndin nýkomin inn á rásina, 15 að tölu, og þau ensku séu að tínast inn. Fleiri séu væntanleg fyrir sauðburð en auk þess eru 23 myndbönd á íslensku inni á rásinni. „Myndböndin sem við Axel dýralæknir gáfum út í fyrra fengu góðar viðtökur hjá bændunum og við náðum líka síðar í aukaefni varðandi sjaldgæf tilvik sem bændur ættu að geta nýtt sér í sauðburðinum núna,“ segir hún. Hún telur að rúmlega tíu prósent sauðfjárbænda hafi aðstoðarfólk erlendis frá á sauðburði og byggir það á óformlegri könnun sem hún sendi út til bænda og rúmlega 220 svör bárust.

Skjámynd úr myndbandinu hans Bjarka á Skarðaborg um snúið leg.

Viðbætur um sjaldgæf tilvik

„Við höfum fengið gott efni frá bændum um almenn vandamál og nú síðast um þessi sjaldgæfu tilvik, meðal annars frá Láru Björg Björvinsdóttur, Ástu F. Flosadóttur, Eline Manon Schrijver og Þóreyju Sigríði Jónsdóttur. Framúrskarandi í þessu samhengi er skemmtilegt myndband sem Bjarki Sigurðsson á Skarðaborg tók þegar hann var einn á næturvakt og sneri snúnu legi – með góðum árangri. Þótt um afar krefjandi verkefni væri að ræða hélt hann húmor og lýsti á sama tíma aðferðinni á skýran hátt. Eins er ógleymanlegt að taka upp burð á Grænumýri þar sem risastór hrútur með svaka horn – eins og Guttormur bóndi lýsti þeim – fæddist afturábak og kom í heiminn eldsprækur og alveg óbrotinn, þökk sé afbragðs burðarhjálparhæfileikum bóndans.

Skjámynd úr ensku útgáfunni „afturábak“.

Skref fyrir skref ákvörðunartré

Verkefni þeirra hófst fyrir tveimur árum við undirbúning myndbandagerðarinnar og hafa þau fengið styrki úr Framleiðnisjóði landbúnaðarins til framleiðslunnar. „Á þýsku eru 15 myndbönd í boði þar sem nokkur styttri myndbönd voru sameinuð þannig að svo gott sem allt efnið er komið inn, ensku útgáfurnar eru að fylgja smátt og smátt á næstunni.

Svokallað ákvarðanatré þar sem hægt er að finna út hvað er að skref fyrir skref er einnig aðgengilegt á þýsku, væntanlega verður það líka þýtt yfir á ensku aðeins seinna. Eins og grunnútgáfan er þetta allt afar tímafrekt verkefni en Fóðurblandan, S.A.H./Kjarnafæði, Lely Center Ísland og Kaupfélag Vestur-Húnvetninga hafa styrkt þýðingarnar sérstaklega og auk þess fóðurframleiðendurnir Bergophor frá Þýskalandi og Fallmann frá Austurríki,“ segir Karólína.

Skjámynd úr þýsku útgáfunni „á hvolfi“.

Grunnur myndbandanna eru upptökur sem Karólína gerði á mismunandi sauðfjárbúum, aðallega á Grænumýri, Halldórsstöðum, Stafni, Steinnesi og Sölvabakka. „Þá fylgir innsýn í orðsins fyllstu merkingu þar sem Axel notar lambalíkön og mjaðmagrind í raunstærð til að útskýra hvað er að gerast inni í kindinni. Einnig koma fram sem ráðgjafar þau Anna Margrét Jónsdóttir, Einar Kári Magnússon, Jón Árni Magnússon, Matthildur Hjálmarsdóttir, Sigursteinn Bjarnason og Þórdís Sigurbjörnsdóttir.“

Yfirlit yfir allar slóðir myndbandanna:
Leiðbeiningarmyndbönd á íslensku:
  • Burðarvandamál
  • Eðlilegur burður
  • Eðlilegur burður, aukaefni
  • Vantar framfót
  • Vantar framfót, aukaefni
  • Afturábak
  • Afturábak aukaefni
  • Tvö lömb (eða fleiri)
  • Stórt lamb
  • Stór horn
  • Kolskakkt
  • Lambið á hvolfi
  • Legsnúningur

Annað í kringum burð

Gott að vita og gaman að horfa á (inngangsorð)

  • Góð ráð, tæki og tól
  • Fleiri góð ráð
  • Handklæði sem hjálpartæki
  • Notkun snúru/vírs/lambahjálpar
  • Skeiðarsig/legsig
  • Að venja undir
  • Notkun magaslöngu
  • Blæðandi naflastrengur
  • Lífgunaraðferðir

Sömu lömbin eftir vel heppnaða burðarhjálp (undan Nikulási frá Brakanda).

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...