Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kindurnar á Halldórsstöðum í Eyjafjarðarsveit urðu að sætta sig við snjókomu og alhvíta jörð um síðustu helgi. Þær kvörtuðu þó ekki enda vel hugsað um að gefa þeim heytuggu þar sem litla beit var að hafa.
Kindurnar á Halldórsstöðum í Eyjafjarðarsveit urðu að sætta sig við snjókomu og alhvíta jörð um síðustu helgi. Þær kvörtuðu þó ekki enda vel hugsað um að gefa þeim heytuggu þar sem litla beit var að hafa.
Mynd / Bjarney Guðbjörnsdóttir
Fréttir 12. maí 2021

Kuldatíð setur mark sitt á sauðburðinn norðan heiða

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Sauðburður er víðast hvar kominn í gang og gengur eftir atvikum vel, að því er Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, segir. Mikil kuldatíð hefur sett mark sitt á liðna daga norðan heiða og ekki útlit fyrir miklar breytingar þar á samkvæmt langtímaveðurspám.  

„Þetta er óþægilegt og krefst meiri vinnu af bændum þegar tíðin er ekki sérlega heppileg til að setja út lambfé. Það sem bjargar hér um slóðir er að vindur er ekki mikill og lítil bleyta, en það er skítakuldi og engin beit. Það sprettur ekki neitt. Enn þá er þetta þó engin skelfing,“ segir Sigurgeir.

Óvenjumikið verið að miðla heyi  á milli bæja 

Hann segir að kal hafi verið nokk­uð umfangs­mikið hér og hvar í Eyjafirði í fyrravor og uppskera af þeim sökum verið fremur slök á þeim bæjum þar sem kal var mest. Vitað væri að einhverjir bændur væru orðnir tæpir en aðrir væru aflögufærir með hey.

„Það hefur verið óvenjumikið um það nú í vor að bændur eru að miðla heyi sín á milli,“ segir Sigurgeir.

Kuldaleg vor eru ekki ný af nálinni, upp á þau er boðið reglulega í tímans rás, „en þau hafa alltaf ákveðna erfiðleika í för með sér og eins veldur tíðarfar af þessu tagi meiri kostnaði fyrir bændur sem þurfa þá að gefa meira kjarnfóður, svo dæmi sé tekið,“ segir hann. 

Vonast alltaf eftir snjólausum maí 

„Maður vonast alltaf eftir snjólausum maí, en það er ekki á allt kosið,“ segir Bjarney Guðbjörnsdóttir, bóndi á Halldórsstöðum í Eyjafjarðarsveit. Þar er stórt sauðfjárbú, um 730 fullorðnar kindur og er sauðburður í fullum gangi. Fé er hleypt út jöfnum höndum svo ekki þrengist um of í húsunum.

Ábúendur á Halldórsstöðum hoppuðu ekki beint hæð sína í loft upp þegar þeir voru að drekka miðdegiskaffið á sunnudaginn var, það var byrjað að snjóa.   

„Það er auðvitað alveg bölvanlegt,“ segir Bjarney. Töluverður snjór var yfir öllu fremst í Eyjafirði en á mánudag var hitinn að þokast upp og líklegt að snjó tæki fljótlega upp.

Bjarney segir að snjórinn hafi náð lömbum upp að hnjám og þau minnstu verið vel á kafi þegar veðrið var hvað leiðinlegast, en þau gátu komist í gott skjól. 

„Við vonum að þau þoli þetta, en það er alltaf leiðinlegt þegar snjóar í miðjum sauðburði,“ segir hún.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...