Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Damian Jakub Kondracki með gimbrina Sólveigu og Alexander Örn Matthías­son með gimbrina Söru.
Damian Jakub Kondracki með gimbrina Sólveigu og Alexander Örn Matthías­son með gimbrina Söru.
Mynd / Birgitta Lúðvíksdóttir
Fréttir 28. október 2021

Sauðburður í október í Hörgársveit

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Nei, ég átti nú alls ekki von á sauðburði í október en svona getur þetta stundum verið í sveit­inni, þetta er bara skemmtilegt og gefur lífinu lit,“ segir Birgitta Lúðvíksdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Möðruvöllum 3 í Hörgár­sveit, en ærin Dúdda bar þar nýlega tveimur fallegum lömbum.

„Þegar við vorum að fara yfir ærnar nýlega þá átti þessi ær að fá lit fyrir sláturfé. Hún var geld í vor og átti þess vegna ekki að fá líf. Ég tók undir hana og fann að það var komið mikið júgur. Ég hélt samt að hún mundi ekki bera fyrr en eftir viku til hálfan mánuð. Þegar við fórum í fjárhúsið daginn eftir þá var hún að bera. Það var bara haus sem kom og hann var orðinn bólginn og kaldur, en lambið á lífi. Ég komst inn með hálsinum og náði öðrum fætinum og tók það þannig út.

Við vorum smá tíma að koma því af stað, en það tókst. Ég þurfti að ná í hitt lambið, því hausinn lá niður með. Það tókst vel og þeim heilsast vel en lömbin eru bæði gimbrar,“ segir Birgitta alsæl í sveitinni sinni.

Skylt efni: sauðburður | Hörgársveit

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...